24.12.2008 | 11:25
Ætti að vera í felum í desember
Ég er að verða samfærður um að í desember á ég og mínir að vera eins lítið á ferðinni og kostur er. Því ef eitthvað áfall verður gerist það í desember. Konan mín virðist hafa tekið sjúkdóminn. Já fyrir þrem kvöldum leyfðum við dætrum okkar að gista hjá frænku sinni og skaust konan með tannbusa og náttföt til þeirra. Á leiðinni heim ákvað hún svo að stoppa á Select við Suðurfell, skammt frá heimilinu. Þar sem hún er að ganga afturfyrir bílinn kemur einhver idjót og ekur á hana og klemmir hana á milli hennar bíls og síns bíls. (hún slapp sem betur fer óbrotin en marðist illa og skokkbólgnaði annar fóturinn sérstaklega illa. Nú eru komin slík litadýrð á sérstaklega annan legginn að ég er viss um að geta leigt hann út sem litarspjald hjá einhverju málningarversluninni.
Konan er ógöngufær svo eitthvað bitnar tilstand jólanna meira á mer en vant er sem þýðir minni vinna og minni tekjur. Af þessum sökum komst ég ekki á Þorláksmessutónleika Bubba í Háskólabíói og varð að gera mér beina útsendingu Bylgjunnar að góðu. Já það er sem ég hef sagt að vera ekkert að þvælast um í desember. En nú er runnin upp 24. desember og ég ætla að halda jólaskapi þrátt fyrir smávægileg áföll. Dæturnar fengu Honynut Cerios í morgunmat í tilefni dagsins (EXTRA, EXTRA SYKUR) og auðveldlega teknir tveir diskar af slíku góðgæti í morgunmat. Þetta er bara fegurð.
Jól og ár. Kveðja Bárður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.