30.11.2008 | 01:07
Nafn á nýjasta fjölskyldumeðlimnum
Jæja þá er þessi dagur á enda runninn, þó vinnulega sé hann rétt að hefjast því fyrir liggur að fara út að aka leigubíl. En í dag stóð ég á þeim tímamótum að eiga átta ára brúðkaupsafmæli og þá mætti hér fjöldi fólks eða um 30 manns í skírnarveislu dóttur minnar. Við skírðum hér heima eins og venja er og fékk hún nafnið Ásta Lóa. Ég er þó viss um að ég kalli hana áfram Ljósa-ljós eins og ég hef gert síðustu vikurnar. Þar sem athöfnin var síðdegis fannst okkur hjónunum það bara flottara að bjóða til matarveislu í stað köku og tertu og kaffi-samsætis. Fékk ég vin minn Gunna til að elda 2frábæra pottrétti handa okkur og á eftir voru svo að sjálfsögðu þetta sem maturinn átti að vera í staðin fyrir það er kökur tertur og kaffi. Held að allir hafi farið heim saddir og sáttir. Myndir síðar
Athugasemdir
hæ hæ innilega til hamingju með nýjustu prinsessuna. Sýnist hún jafnmyndarleg og systur sínar.
Ef þú kveikir ekki á hver ég er gerir Lóa það pottþétt.
Vona að þið hafið það sem allra best.
kv.Didda
Kristín Bjarnadóttir, 30.11.2008 kl. 01:15
Litla Ljósa-ljós.
Til hamingju með nafnið hennar, veisluna, lífið og tilveruna.
Ragnheiður , 30.11.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.