5.10.2008 | 14:09
Átti bara að prufa?
Hjá mér vaknar sú spurning hvort Glitnir hafi ekki ætlað sér að athuga hvort ekki væri hægt að redda sér í hvelli á auðveldasta máta þar sem baninn var kominn í tímaþröng og útseð um að málin myndu lagast á alþjóðarmörkuðum næstu daganna?
Dabbi og Seðlabankinn brást hinsvegar við beiðninni með of afgerandi hætti sem ég held að stjórn Glitnis hafi aldrei reiknað með að yrði gert í fyrstu þegar þeir höfðu samband við Seðlabankann. . Eflaust búist við að verða kallaðir á fund og þeir aðstoðaðir á einhvern máta. Seðlabankinn var hinsvegar ekki að eyða tíma í það. Heldur sá Davíð sér leik á borði. Redda bankanum og því að lánadrottnar kæmu höndum yfir bankann og í leiðinni klípa svolítið í erkióvin sinn Jón Ásgeir. Þó allar vættir heims reyni að telja mér trú um að eignarhaldið hafi ekkert haft með ákvörðun Seðlabankans að gera þá trúi ég því aldrei. Hefði einhver annar, þóknanlegur Davíð og flokknum verið í stöðu Jóns hefði aðferðin við þessa aðgerð orðið önnum og líklega útkoman einnig. Þarna var bláa höndin sem þreif til sín í stað þess að rétta.
Get trúað sumu því sem fram kemur í skýrslu Dr. Richard að með þessu beindist athyglin til landsins og ég er líka viss um að þetta kom sér illa fyrir bankakerfið í heild. Í mínum huga kom lán þó aldrei til greina. Þjóðin hefði hreinlega trompast. Spurningin er frekar hefði verið meiri tími til stefnu hefði verið hægt að reyna á einhvern hátt að greiða götur Glitnirs til að nálgast endurfjármögnun á einhvern hátt. Held að þarna hafi menn líklega fallið á tíma með skelfilegum afleiðingum fyrir alla aðila. Þó aðgerðin kæmi sér illa hefði hún orðið enn verri ef ekkert hefði verið gert.
Fráleitt að Glitnir hefði orðið gjaldþrota" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll. Gott og vel, segjum sem svo að Davíð sé svona illa við Jón Ásgeir sem þú segir. Það fer ekki öðrum sögum en að Davíð líki bara vel við Jón í Saxhóli, Byko, Nóatúni og Krónunni sem og Kari Wernersson sem og öllum hinum stóru sem smáu hluthöfum í bankanum. JÁJ og eignarhald fálaga hans námu ekki nema um 32 % af hlutabréfum bankans. Því skyldi Davíð þá viljandi eyðileggja hlut vina sinna eða þeirra sem honum er vel við ?
Nei sennilega bjargaði Davíð hutabréfum manna frá því að verða kr. 0 á hlut í gjaldþrota hlutafélagi. Menn eiga þó enn hlut í bankanum sínum þó að sú prósenta sé 75 % minni en fyrr í virði hlutafjár hvers tíma.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.10.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.