22.7.2008 | 07:40
Sandkassaleikur þjóðarinnar
Svo virðist sem stór hluti þjóðarinnar sé kominn í einhverskonar sandkassaslag vegna ummæla Bubba í viðtali við Moggann. Og dagblöð þjóðarinnar taka þátt í leiknum af fullum þunga.
Fyrir mér er þetta svona
- Bubbi er betri en Björk
- Björk er betri en Bubbi
- Bubbi má alveg segja það sem hann vill
- Bubbi má ekki segja það sem hann vill
- Bubbi dissar Björk
- Bubbi var ekkert að dissa Björk
Fyrir mér er hinsvegar útgangspunktarnir skýrir og ég held bæði með Björk og Bubba því ég er bæði á móti virkjanaframkvæmum í þeirri mynd sem þær eru framkvæmdar og fátækt í þeirri mynd sem þær eru að birtast okkur.
PLÍS komið upp úr sandkössunum og ræðið málefnin sem skipta okkur sem þjóðfélag meira máli en Bubbi og Björk. Leitum leiða að lausn þeirra. Ég er þess nánast fullviss að hvorki Bubbi né Björk hafa neitt með það að gera. Hvorug eru blönk og bæði nota þau rafmagn frá einhverri virkjun auk þess að vera bæði ágætir tónlistarmenn. Alvarlegra finnst mér að:
Í vændum eru 200 uppsagnir hjá SPRON samkvæmt frétt Moggans. Við erum byrjuð að sjá afleiðingar fjármálasukksins nú og hverjir blæða... Líklega saklausir millistjórnendur SPRON, Nokkrir tugir byggingarverkamanna. Bankarnir farnir að yfirtaka fyrirtæki eins og nú var að gerast með MEST og örugglega einhverjir tugir starfsmanna þar á leið á atvinnuleysisbætur. Kröfur minni verktaka tapast í gjaldþrotum sem verða að segja upp fólki vegna fjáskorts og auraleysis
Æji, nei, nei. Okkur kemur þetta kannski bara ekkert við - Eigum við ekki bara að halda áfram í sandkassaleiknum - Hann er svo mikið skemmtilegri - Bubbi er.... eða var það Björk er.....?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.