9.5.2008 | 20:36
Ég hata að tapa?
Ég hata að tapa. Hver vill það? - Ekki ég! Ég hef aldrei spilað með í neinu bara til að vera með. Annaðhvort spila ég til að vinna eða sleppi því. Annað, ég hitti ótrúlega oft fólk sem heldur með hinum eða þessum, styður hitt eða þetta. Dæmi: Enska knattspyrnan nú eða bara sú íslenska. Menn stimpla sjálfa sig sem er KRingar, Valsarar, Framarar eða eitthvað annað. Ég hef nú ákveðið að endurskoða þessa básamerkingar hvað mig varðar. Búinn að vera Tottenham og KR ingur sem dæmi um fótboltann í mörg herrans ár. En nú er ég fyrir löngu búin að fatta að þegar mitt lið vinnur líður mér vel og er í góðu skapi. Þegar mitt lið tapar fer ég í ótrúlega fýlu. Ég þoli ekki að tapa. Þess vegna hef ég ákveðið að héðan í frá ætla ég alltaf að halda með þeim sem vinnur. Sigurliðið er mitt lið. Þessi ákvörðun nær líka yfir Evrópsku söngvakeppnina Ég ætla að láta mér finnast sigurlagið flottasta lagið í keppninni. Já ég kem til með að verða HERRA POLLÝANNA holdi klæddur. Í stöðugri sigurvímu og gleði. Fýludallar geta svo haldið með sínu liði sem eins og alltaf tapar með reglulegu millibili. 1-0 fyrir mér í dag. Bikarafhending á morgun.
Athugasemdir
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.5.2008 kl. 23:44
Ég skil ekki hvað þú ert að tala um, enda hef ég aldrei á mínum 46 árum "haldið með" einhverju liði. Mig leiðist íþróttir meira en orð fá líst, sama hvaða nafni þú gefur því. Þess vegna má það einu skipta hver vinnur og hver tapar.
Hlynur Jón Michelsen, 12.5.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.