Ósanngjörn gagnrýni

Nú undanfarið hafa fréttastofur beint spjótum sínum miskunnarlaust að Borgarstjóranum vegna ráðningar Jakobs F. Magnússonar. Sagt laun hans ranglega um 800 þúsund en þegar málið er skoðað eru það heildargreiðslur fyrir margvísleg nefndarstörf.

Mér finnst að nú sé mál að linni. Gefum aumingja manninum vinnufrið. Manni sýnist fréttastofur landsins hamast í borgarstjóranum og bíða þess að geta neglt hann á einn eða annan hátt. Hver einasta embættisfærsla hans er gagnrýnd og lögð til verri vegar. Fólk gargar á að borgin taki miðbæinn í gegn þegar Borgarstjóri fær sér aðstoð við verkið, ræður til sín mann sem hingað til hefur verið þekktur fyrir að koma hlutum á hreyfingu og fá menn í hlutina tryllast allir yfir einhverjum krónum. Værum við betur sett með einhvern kerfiskall úr stjórnkerfinu á lúsalaunum og afköst eftir því? Ég hef mikla trú á Jakobi F. Magnússyni hvort það er til þessara verka eða annarra. Vissulega skynjar maður að Jakob selur sig ekki á 10 kall, ekkert okkar vill það.

Fyrir mér hefur nú verið ráðinn maður sem ég hef trú á að láti hendur standa fram úr ermum við að gera umhverfi okkar Reykvíkinga aðeins huggulegra en útkrotaða veggi og yfirgefin hús í niðurníðslu. Ég væri frekar til í að gagnrýna Franskar herþotur sem fljúga hraðar en hljóðið fyrir 100 millur í vikur. Held að þær breyti umhverfi mínu ekkert og þar erum við að tala um meira en ævilaun ræstingarkonunnar í Fellaskóla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband