7.5.2008 | 08:24
Samskipti við trommara
Eitthvað virðist fyrrum trommuleikari Egósins ósáttur við Bubba Morthens og umboðsmann hans samkvæmt ummælum hans í DV í dag 7. maí. en á DV.is má m.a finna eftirfarandi:
Mér dettur ekki í hug að fara að vinna með Bubba Morthens aftur, ég vinn ekki með einstaklingum sem notast ekki við heilbrigða samskiptahætti og heiðarlega, segir Magnús Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari hljómsveitanna Egó og Utangarðsmanna. Magnús mun ekki taka þátt í sérstökum endurkomutónleikum hljómsveitarinnar Egó sem haldnir verða á skemmtistaðnum Nasa þann 17. maí.
Reyndar eru málavexti hvergi raktir né ástæður nefndar að neinu viti í blaðinu, nema að Maggi segist ekki vinna með fólki sem ekki geti haft eðlileg samskipti. Það vekur óneytanlega upp þær spurningar hvað teljist eðlileg samskipti við trommara hljómsveita. Óneytanlega detta manni í hug orð Ozzy Osborn "Hey! þú ert bara andskotans trommari og hefur bara eitt hlutverk hér - TROMMAÐU!"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.