Er hægt að fordæma fordóma?

Þegar vinur minn sagði mig fordómafullan ekki fyrir löngu brást ég að sjálfsögðu hinn verst við. Ég! fordómafullur? Nei ekki aldeilis,
Ég varð öskrandi illur yfir þeirri ósvífni hans að segja mig fordómafullan og bar það af mér með látum.

Um kvöldið þegar hann var farinn fór ég að íhuga þessa fullyrðingu hans. Ég yrði að komast að því einhvernvegin hvort ég væri fordómafullur. Hvernig gerir maður það. Jú góð byrjun væri kannski bara að finna út hvað orðið eitt og sér þýðir, þetta orð sem við notum í tíma og ótíma og af slíkri heift að það jaðrar við fordómum: FORDÓMAFULLUR.

Jú skynsemin segir mér (án þess að gá í orðabókina) Það hlýtur að vera sá sem dæmir eitthvað fyrirfram samanber forkeppni, forréttur og svo framvegis. Já. Þegar ég var búinn að skilgreina orðið sem slíkt varð ég að viðurkenna að oft hafði ég myndað mér skoðun á hlutum án þess að hafa kynnt mér þá nægilega vel.

En hvað þarf maður að kynna sér málefnið vel til að geta myndað sér fordómalausa skoðun á því. Þetta var næsta stig rannsóknar minnar á því hvort ég væri fordómafullur eða ekki. Yrði ég að kanna allar hliðar málsins, leita mér upplýsinga, afla mér gagna.
- Nei andskotinn það tæki alltof langan tíma bara til að mynda sér skoðun á einhverju. Til dæmis hvort byggja ætti Sundabraut í stokk eða brú. Yrði ég að verða mér út um teikningar og þessháttar gögn til að geta talist fordómalaus í skoðunum mínum gagnvart Sundabraut. Hvað með fólk af örðum kynþætti. Menn tala mjög oft um fordóma í garð útlendinga og þá sérstaklega í garð svartra eða hörundsdökkra manna. Yrði ég að lesa sögu blökkumanna heimsækja samfélög þeirra til að geta fordómalaust sagt hvor mér líkað vel eða illa við hörundsdökkt fólk?
Yrði ég að heimsækja Kárahnjúkavirkjun og jafnvel kynna mér hagnaðarútreikingna virkjunarinnar til að geta tjáð mig fordómalaust um það hvort ég væri á móti Kárahnjúkum eða ekki?

Eftir að hafa hugsað þess smá stund hringdi ég í kunningja minn og þegar hann svaraði símanu  sagði ég umbúðarlaust án þess að heilsa
- Heyrðu, þetta er rétt hjá þér ég er haldinn formómum á háu stigi. Ég hef líka komist að því að samfélagið er allt litað af fordómum. Ég las 50 Blogg í kvöld sem öll voru full af fordómum. Það sem verra er skal ég segja þér að niður á þingi eru 63 fordómafullir þingmenn að störfum. Já ég er fordómafullur og ég ætla bara að viðurkenna það og jafnvel vera bara svolítið montin af því.
Já ég held að ég sé bara stoltur af því. Ég ætla ekki að hafa neina fordóma gagnvart eigin fordómum. Og svona í framtíðinni skaltu ekkert vera að fordæma fordómana mína.

- Já, já það er helvíti gott hjá þér að vekja mig upp klukkan rúmlega tvö að nóttu til að láta mig vita að þú sért haldinn fordómum. svarði vinur minn og skellti á.

Til að tryggja mig og þrátt fyrir að klukkan væri rúmlega tvö að nóttu skrapp ég í bókaskápinn og gáði hvað orðið fordómafullur þýddi. “Maður sem dæmir hart” var megin niðurstaðan samkvæmt orðabókinni minni. Ég hafði kannski ekki haft alveg rétt fyrir mér með þýðingu orðsins en meginniðurstaðan það er að niður á þingi væru  63 menn sem dæma andstæðinga sína í pólitíkinni óvægið og því haldnir formómum á háu stigi var hinsvegar laukrétt. Ég hafði líka komist að réttri niðurstöðu hvað mér viðkom Já ég væri haldinn fordómum og ég væri ekki einn á báti hvað það varðaði frekar en þú.

PS

þessu til viðbótar fann ég skemmtilega klausu um þetta málefni á vísindavefnum og læt slóðina á hann fylgja hér: Fordómar á vísindavefur.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Já, fordómar, skoða það meira á morgun. Nú ætla ég frekar að kíkja á koddann.

Gleðilegt sumar

Anna Guðný , 24.4.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilegt sumar elsku Bárður minn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband