22.4.2008 | 01:40
Heppinn
Mikið er ég heppinn að vera vel giftur. Ég rakst nefnilega inn á vísir.is og þar voru tvær fréttir sem hittu mig. Önnur undir fyrirsögninni Svörtu ekkjurnar er þær stöllur Olga Rutterscmidt og Helen Gulay voru dæmdar fyrir að drepa eiginmenn sína. En þær höfðu nánast pikkað þá heimilislausa upp af götunni, búið með þeim í 2-3 ár, líftryggt þá og svo myrt þá og ætluðu að ná út tryggingarfénu.
Já maður skyldi varsast hverjum maður fer með heim núorðið. En þegar maður lítur á myndirnar af þeim þá hverfur efinn. Held að ég færi aldrei með þessum dömum hvorki eitt né neitt.
Hin fréttin var um öllu huggulegri dömur. Nefnilega Barbí. En sala á þeim hefur dregist verulega saman. Já kannski er smekkur okkar karlanna eitthvað að hnigna. Því svörtu ekkjurnar virtust ekki eiga í neinum vanda með að finna fórnarlömb á sama tíma og menn ganga framhjá Barbí án þess að líta á hana...
Athugasemdir
Til hamingju með Heiðurstitilinn Bubba sérfræðingur 2008 takk fyrir bloggvináttu hafðu ljúfan dag
Brynja skordal, 22.4.2008 kl. 13:33
Já þakka þér fyrir það Brynja. Held nú að þessi Bubbatitil hafi nú verið einskær heppni. Hefði viljað fá frekar nokkrar spurningar um David Bowie
Bárður Örn Bárðarson, 22.4.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.