21.4.2008 | 14:55
Geir og Ingibjörg
Já þetta er skiljanlegt núna með efnahagsmálin. Ég ómenntaður maðurinn sem eins og aðrir karlmenn get ekki gert nema eitt í einu skil þetta nú. Ingibjörg er nefnilega upptekin vegna væntanlegs fundar með Mahmoud Abbas forseti palestínsku heimastjórnarinnar sem ætlar að heimsækja ísland á morgun og Geir er að undirbúa fund með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands sem hann hittir á fimmtudaginn. Þegar maður er að funda með jafn mikilsvirtum herrum er maður nú ekki að láta svona smámál eins og efnahag íslenska ríkisins vera trufla sig. Enda hafa öllum verið tírætt um hvað þetta hagkerfi sé smátt í sniðum, Þannig að þetta er líklega bara smámál sem við hin eigum að sjá um. Svona í lokin Geir og Ingibjörg þá biðjum við að heilsa þeim Brown og Abbas.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.