Eins og Ríkisstjórn efnahagsmála í viku

Ég var mættur á réttum tíma til sérfræðingsins út af brjósklosinu á endurkomudeildina á Borgarspítalanum í morgun. Talsverður fjöldi fólks beið þarna á ganginum eins og venja er á íslenskum læknabiðstofum. Ég tilkynnti ungri stúlku í móttökunni komu mína og var rétt sestur með eitthvert Séð og heyrt þegar hún kallaði mig inn. 99% þeirra sem þarna voru að bíða litu upp og horfðu á mig með "Þú helvítið þitt, í klíkunni. Færð forgang hér meðan ég er látinn bíða" svipnum. Mér leið því frekar eins og ég hafi framið lögbrot en sjúklingi þegar ég fór inn fyrir. Þeir sem komið hafa þarna vita að þar tekur við önnur biðstofa og þar endurtók þessi leikur sig, nema kannski hálfu grófar í þetta skiptið, nú var ég rétt búinn að setja kaffi í bolla þegar læknirinn sjálfur kom fram á gang og kallaði: "Bárður?", Ég leit upp og hann bætti þá gráu oní svart með "sæll, komdu". Rétt eins og við værum gamlir kunningjar og ég hugsaði: Ja hver andskoti þarf ég að biðja alla hérna afsökunar þegar ég labba út. Því augngotur þeirra sem biðu voru hálfu illilegri nú en á fremri biðstofunni. Svo illilegar að ég var að hugsa um að segja við mann sem sat beint á móti mér "Þetta er ekki mér að kenna - Ég þekki hann ekkert"

Eftir að læknirinn hafði skoðað mig í bak og fyrir, kannað öll þau taugaviðbrögð sem hægt er í fótum eins manns kom hinn ægilegi úrskurður - Hvíld í viku! Ha hvíld í viku endurtók ég. Já alger hvíld, legstu í leti í viku. Ekki gera neitt Bara leti í viku.

Hvað varð um Vinnan göfgar manninn, bætir mann og styrkir mann. Þetta hefði ekki þótt heillaráð fyrir öld eða svo. Hann afi minn hefði sagt þetta vott um ræfildóm. En nú eru nýir og breyttir tímar. Ég á sem sagt að haga mér eins og ríkisstjórnin í efnahagsmálum þjóðarinnar EKKI AÐ GERA NEITT. Nema ég hef bara viku til þess. (Ríkisstjórnin heilt kjörtímabil). Ég er nú ekkert viss um að mér komi til með að ganga eins vel og ríkisstjórninni. Ekki viss um að ég haldi út þessa viku. Ég steingleymdi líka að fá þetta skriflegt hjá sérfræðingnum til að sýna það konunni. Já einmitt látið ykkur bara detta í hug að hún hafi trúað mér þegar ég kom heim með tíðindin. Leti og ómennska í heila viku. EKKI GERA NEITT Í HEILA VIKU. Nú ætla ég að hringja í Geir forsætisráðherra og fá ráðleggingar hvernig maður fer að því að gera ekkert í heila viku. Hvort hann komist upp með það sama heima og í vinnunni í efnahagsmálunum. Ef svo ég þá fé ég konuna mína til að tala við konuna hans um hvernig þola má mann sem gerir ekkert í heila viku. Þetta er að skella á HEIL VIKA LETI og strákar enga öfund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Aha..það var aftur verra..máttu koma í heimsókn svo við verðum ekki klikk?

Ragnheiður , 17.4.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Ragga mín láttu þér dreyma um að ég hangi heima í viku. Líklegast erað konan aki mér niður á stöð svo hún verði ekki klikk að hafa karlugluna yfir sér 24 tíma í beit. En svona í alvöru talað þá reikna ég nú með að reina að keyra föstu vinnuna og eitthvað meira.

Bárður Örn Bárðarson, 18.4.2008 kl. 01:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú verður bara að lesa Vikuna í heila viku, Bárður minn Örn.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lesa Vikuna og það alla vikuna, ætlaði ég reyndar að skrifa. Kötturinn var að trufla mig hérna með einhverju rugli. Gurrí er kúl á Vikunni og veit allt um kynlíf. Til dæmis: Er líf eftir kynlífið? You name it and she knows it.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 12:52

5 Smámynd: Jens Guð

  Það er ekki hægt að gera ekki neitt í heila viku.  En það hljómar vel að gera lítið í heila viku.

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 00:51

6 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Blogg, blogg, blogg og svo er einhver bubbi.is sem ég hef svolítið trassað að uppfæra. Finn mér örugglega eitthvað svo konan rétti mér ekki kústinn.

Bárður Örn Bárðarson, 21.4.2008 kl. 22:10

7 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Vá Steini Vikuna, af öllum blöðum NEI ekki fyrr en eftir kynskiptiaðgerðina, og það eru mörg líf í að ég fari í hana. Vikan er kvennablað allra kvennablaða. Held að þar fái ekki ærlegur karlmaður að segja orð af ótta við að hann særi bleikar ábreiður vikukvenna

Bárður Örn Bárðarson, 21.4.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband