21.5.2015 | 00:38
Hver þarf á framhaldsþáttum sjónvarpsstöðvanna að halda?
Ég er farinn að hallast að því að sjónvarpsstöðvarnar séu komnar í mikla og harða samkeppni hvað sápuóperur og framhaldsþætti varðar. Samkeppnisaðilinn eru íslenskir fréttamiðlar.
Síðustu daga hafa landsmenn fengið uppfærðar fréttir frá einni mínútu til þeirrar næstu um málefni eins og það að veikur þingmaður hafi kastað upp í flugvél WOW air og það er orðið hápólitískt mál þar sem fólk á borð við Vilhjálm Bjarnason og Birgittu Jóns hafa dregist inn í atburðarásina, Sá fyrrnefndi var staðinn að því að vera tvísaga og sagðist aldrei ætla að tala aftur við DV, auk þess sem flugfreyja og farþegi sem í vélinni voru komu við sögu í málinu sem er langt í frá lokið, Neyðarfundur hjá WOW air vegna málsins, Yfirlýsingar um veikindi mannsins og ekki veikindi mannsins og þjóðin er öll ýmist á hvolfi yfir þessu eða ekki og líklega sundruð í fleiri en tvær fylkingar. Spurning um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins. Ég hallast helst að því að maðurinn hafi verið veikur, hvort sem það var að völdum áfengis eða magabólgu. Spurning hvort heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að kveða upp úrskurð um það. Og ég vona að læknastéttin komi að málinu.
Nú það eru fleiri sápur í gangi. Halldór Braga tónlistarmaður er í aðal hlutverki í hörku spennandi löggureyfara þar sem lögga og ólöglegur eða löglegur en siðlaus rútuakstur er stórglæpamál sem síðar breyttist í hvort löggan á staðnum hafi framið glæp á Halldóri með að banna honum upptöku og gerst svo ósvífin að spyrja að nafni. Nú Yfirmenn hjá löggunni báðu svo Halldór afsökunar og þá urðu löggumennirnir alverg sjóðandi og nú er einhver búinn að hringja í persónuvernd. Líklega eru 3-4 þættir efir af þessari sápu.
Ég er að hugsa um að segja upp Stöð tvö og RÚV má leggja niður DV, Vísir og Pressan og allir hinir fjölmiðlarnir eru með þvílík SKÚBB að ég tek ekki eftir að það logi allt í verkföllum í landinu, eða byggt verði eiturverksmiðja við Hvalfjörð eða makríll kvóti gefinn. Þetta er svo spennandi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.