Er eitthvað nauðsynlegt að fara að lögum

Þegar Reykjavíkurborg fór í að  farga eftirlíkingum af Le Corbusier-húsgögnum sem hún hafði keypt í góðri trú um að væri ekta risu einhverir aðilar upp til að mótmæla.

Fannst þeim illa varið með verðmæti og fram kom með afgerandi hætti að Pýratar væri þessu mótfallnir. Alla vega kom þetta skýrt fram í fréttum annarri stóru sjónvarpsstöðvarinnar.

Þessi mótmæli Pýrata vöktu svo sem ekki upp neinar spurningar í mínum huga, en staðfestu það sem ég taldi mig vita. Það er að Pýratar styðji þjófnað.  Skiptir engu hvort það er tónlist á netinu ( og eru þá orða hnippingar Bubba og Pýrata þingmannsins en í minni) eða hönnun húsgagna.

Nú segja sumir Nei þetta voru bara heil húsgögn og alger sóun að farga þeim.

Mitt mat er: Að sjálfsögðu átti að farga þeim. Þetta var ólögleg framleiðsla, þjófnaður á hönnun og einkarétti, fyrir utan vörusvikin þegar Borgin keypti húsgögnin í þeirri trú að um ekta vöru og hönnun væri að ræða.

Nei kannski vilja einhverjir samt nota þessi húsgöng því það var jú búið að framleiða þau. Einhverjir komu fram í fjölmiðlum með hugmyndir á borð við að selja þetta efnaminna fólki og var t.d. Góði Hirðirinn nefndur á Stöð 2. í þessu sambandi.

 En hvað með manninn sem var tekinn með þennan fína landa  í síðustu viku. Merktur sem Smirinoff Vodka. 

Spurning hvort yfirvöld eigi nokkuð að vera að farga svona fínum vínanda, skella þessu bara í sölu í kolaportinu fyrir þá sem ekki hafa efni á alvöru Vodka.

Alla vega að leyfa einhverjum að njóta hans eða var það ekki inntaka með mótmælum á ólöglegu húsgögnunum.

Svo stel ég kannski líka eins og einu lagi af netinu í dag til að hlusta á meðan ég drekk landann úr kolaportinu í sófanum sem ég fékk í Góða Hirðinum að því að Pýratarnir vildu ekki henda ólöglegum húsgögnum frá Borginni. Með skilaboðin að lög séu óþarfi.

Ég er núna að skilja því Pýratar taka ekki þátt í atkvæðagreiðslum á þinginu. Þeir vilja ekki setja lög bara brjóta þau. Þetta er flokkurinn sem er að ná hvað mestu fylgi þessa daganna.

Ég veit ekki en mér finnst eitthvað rosalega rangt við þessa nálgun á málunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband