18.2.2013 | 23:45
I hálfa öld - Stones
Það er hálf öld síðan, Það var 10. maí 1963 sem þeir félagar mættu saman í sína fyrstu alvöru hljómplötuupptöku. Það gerðu þeir í Olympic hljóðverinu undir stjórn Andrew Oldham og lögin sem m.a. voru tekin upp þennan dag voru Come On og I Wanna Be Your Lover.
Já við erum auðvitað að tala um Rolling Stones. Þessi tvö lög áttu eftir að prýða fyrstu smáskífu þeirra félaga sem gefin var út 7. júní 1963, sama dag komu þeir fram í sjónvarpi í fyrsta sinn. Síðan þá hefur þessi sveit átt milljónir aðdáenda um víða veröld. Plöturnar selst í milljónum eintaka og enn fleiri slíkar milljónir hafa mætt á tónleika þeirra í gegnum árin.
Við sem eldri erum höfum flest keypt í að minnsta kosti eitt Rolling Stones albúm. Farið með það heim og sett plötuna á fóninn, meðan hún var spiluð var umslagið skoðað í smáatriðum og annað er viðkom útgáfu plötunnar. Hvert orð textans metið og spáð í hverja laglínu.
Í dag fer ungviðið á einhverja torrent síðu og sækir 800 laga pakka með sveitinni í MP3 og fær aldrei hugmynd um allar þær fórnir sem liggja að baka lögum á borð við Brown Sugar, Paint It Black, Lets Spend the Night Togerther, Honky Tonk Women svo eitthvað sé nefnt. Áhuginn á umslaginu fæðist aldrei og ótal smáatriði verða aldrei með í myndinni Stór hluti gæða tónlistarinnar berast þeim aldrei til eyrna því MP3 hefur klippt út allt kryddið, eftir er maukað kjöt í kötlunum og svo halda þau að þetta sé það sem tónlistin hafi best að bjóða og skilja ekkert í þessu Bítla, Prestley og Stones æði foreldranna.
Ég verð líklega að bæta mig og fá mér stærri tölvu svo ég geti haldið áfram að skipta út þessu MP3 fælum fyrir alvöru gæði. Krakkar ég segi það og skrifa ÞAÐ MUNAR MIKLU
Athugasemdir
(Athugasemd með auglýsingatengli fjarlægð af umsjónarmönnum.)
Maria Ýr (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.