Hlusta á Dylan í janúar

dylan_all-smallEin þeirra ákvarðanna sem þarf að taka og vanda til þegar menn ætla að gefa út plötu er hvenær hún á að koma út. Þarna getur allt skipt máli, ár mánuður, vika jafnvel dagur. Hér heima á íslandi hafa síðustu þrír mánuðir ársins verið taldir hvað bestir ætli menn sér að ná einhverri sölu strax á plötu sinni. En verða þá einnig að vera þess viðbúnir að mæta hvað harðastri samkeppni. 

En getur janúar verið góður mánuður til útgáfu plötu. Í dag varla, ég er ekki viss um að útgefendur almennt mæli með janúar sem útgáfumánuði.

Dylan hefur þó látið slíkt sem vind um eyru þjóta. og án þess að farið sé í ástæðurnar hafa fjórar plötur þess mikla meistara komið út í janúar. Já ótrúlegt nokk.

5.1.1976   ; Desire
13.1.1964 ; The Time They Are a-Changin'
17.1.1974 ; Planet Waves
20.1.1975 ; Blood on The Tracks

Þetta eru því plötur sem ég dreg fram í mánaðarlok og verða í spilaranum eina dagstund eða svo. En þar sem febrúar er að koma ætla ég að kanna hvaða Dylanplötur vera spilaðar´þá ég ætla að tækla þær á útgáfudeginum. Ég veit þetta er svolítil klikkun en þetta er bara svo skolli skemmtileg klikkun. Það er að prufa að hlusta á plötur af öðrum ástæðum og hvötum en löngun einni saman.

Ég á örugglega eftir að verða að hlusta á plötu sem mér leiðist. en hingað til hef ég bara glaðst með þessar hlustunarskyldu.

Meira um þetta í pistli í byrjun febrúar.

Dylan-kveðja

 Bárður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband