26.1.2013 | 09:11
Að hlusta á og dæma plötu
Ég hef nú hlustað á 204 lög með Bowie og í dag bætast 22 lög við þann hóp því plata dagsins er David Live. Fyrsta tónleikaplatan sem hann sendi frá sér.
En við erum hér að tala um þann gjörning að setjast niður og hlusta á plötu, og þá ekki gera neitt annað á meðan en hlusta. Þetta er ekki af því þig langar til þess, heldur er það löngu fyrirfram ákveðið að gera það þennan dag. Ég hef komist að því að slíkur gjörningur er allt annar en þegar maður gerir það af löngun og er í réttu skapi og með rétt hugarfar gagnvart því að hlusta.
Við skylduhlustunina finn ég að ég er kaldari gagnvar efninu. Þessi væntumþykja og jafnvel hlýja gagnvart lögum sem maður þekkir fær ekki alveg að koma með, verður ekki eins sterk og mat manns á gæði hvers lags er kaldara og óvægnara.
Kannski get ég svolítið lýst þessu svona: Lítið stutt lag sem gæti verið sætt og krúttlegt innan um tvö gæðalög á góðum degi er nú bara Barstaður sem maður vill ekki sjá og finnst algerlega ofaukið á plötunni og kaldur tekur maður af henni stjörnu í huganum.
Þess vegna er það nauðsynlegt eftir hlustunina að sitja og horfa á efni plötunnar sem eina heild þar sem lögin haldast í hendur þá á litli bastarðurinn möguika á að verða aftur lítið, sætt og krúttlegt lag sem leidd er af tveim stórum og sterkum einstaklingum og platan fær aftur stjörnuna sem tekin var af henni í ísköldu og ópersónulegu mati.
Ef einhver breyting verður við það að hugsa um plötuna sem heilstæða einingu þá er það nánast skylda að hlusta á hana aftur, alla vega að hluta. Því kannski öðlast maður meiri skilning á verkinu við aðra hlustun.
Þessi nálgun er svolíð nauðsynleg þegar Bowie á í hlut því plöturnar hans voru gjarnan hugsaðar sem heilstæð verk. Ekki tólf ókunnir einstaklingar sem troðið var í sömu íbúðina (það er á plötuna).
Líklega verð ég að hlusta tvisvar á þessi 22 lög sem David Live geymir. En kannski þarf ég þess ekki því ég hef heyrt hana ótal oft áður. Veit við hverju er að búast. Kannski þess vegna er erfiðara að hlusta með fullri athygli þegar þú þekkir verkið svo vel.
Að dæma plötu sem maður hefur aldrei heyrt áður er örugglega ekki síður vandaverk ef vel á að vera....
En nú er komið að plötu dagsins David Live. Á morgun er það næsta plata hans Young Americans....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.