15.5.2012 | 18:29
"Guð gaf okkur sjö daga"
Það þótti talsverður viðburður þegar rokkarnir í The Stranglers heimsóttu skerið 1978. Lífið var með örlitlu öðru sniði í þá daga en nú er.
Það var ein útvarpsstöð, ein sjónvarpsstöð sem fór í frí eitt kvöld í viku og mánuð af sumri. Ætluðu menn til útlanda urðu þeir að fylla út þar til gerðar skýrslur til að fá afgreiddan gjaldeyrir (reyndar líkt og nú er).
Kornflexið kostaði mikið minna en Cheriosið.
Hér var enginn bjórinn
Vínveitingarhús lokuð á miðvikudögum
Já lífið var öðruvísi á Íslandi í þá daga en nú er.
Stranglers komu til landsins og haldinn var sögulegur kynningar og blaðamannafundur í Hljóðrita í Hafnarfirði. Meðlimir sveitarinnar voru ekki alveg að nenna að standa í þessu. Íslensku blaðamennirnir óframfærnir og feimnir en reyndu þó að rabba við gestina. og frá því er sagt í Vísir. Hér segir blaðamaður Vísis frá samskiptum sínum við Jet Black trommuleikara
Eins og yfirleitt þegar Íslendingar ræða við erlenda gesti bar bjórinn á góma. Black sagðist vorkenna okkur af öllu hjarta. Og við lá að honum vöknaði þegar honum var sagt frá að vínveitingahúsum væri lokað á miðvikudögum. Hann var þá spurður hvort ekki væri nóg að drekka sex daga vikunnar? ..Guð gaf okkur sjö daga til að drekka sagði hann og spurði hvað Íslendingar gerðu eiginlega á miðvikudögum! Makalaus þjóð þetta í skrítnu landi
(frásögn í Vísi um blaðamannafuld í Hljóðrita með The Stranglers 1978)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.