Gling-Gló - Met á plötulistanum

GlinggloSumar plötur eru langlífari en aðrar. Ástæðan er einföld. Þær eru skemmtilegir en aðrar plötur. Þó plata komi inn á markaðinn og geri það gott smá tíma hverfa þær flestar og margar falla í gleymskunnar dá. Ein er sú plata íslenskrar tónlistarsögu sem sett hefur mark sitt á lista yfir mest seldu plöturnar allar götur frá því hún kom út. Hún er orðin næsta árlegur viðburður inn á þeim lista sem unninn er að félagi íslenskra hljómplötuútgefenda

Við erum að sjálfsögðu að tala um plötuna Gling gló með Björk Guðmundsdóttur og tríói Guðmundar Ingólfssonar. (þó oftast gleymist að nefna tríóið þegar um plötuna er fjallað)

 

Gling gló hefur setið fleiri vikur á birtum lista en nokkur önnur íslensk plata og þegar árið 2012 gekk í garð og fyrsti listi ársins birtist var platan í 30 sæti hans og þá 273 viku sína á lista en á árunum 1990-1994 var aðeins birtur topp 10 listi og á á árunum 1995 til 1998 topp 20 listi en eftir það topp 30.

 

GLING GLÓ: 271 vika á lista 1990-2011


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband