Diskóið lifir - hvar er pönkið?

Diskóið lifirPönkið V Diskóið

Ef forsprakkar pönkbyltingarinnar á Íslandi halda eitt andartak að þeir hafi náð að drepa dískótónlistina með öskrum sínum á árunum hringum 1980 þá er það mikill misskilningur. Diskótónlistin lifir enn góðu lífi. Þeir sömu ættu bara að bregað sér í biðbæ borgarinnar á laugardagskvöldi. Líklega heyra þeir þá á börunum mun fleiri diskólög en íslenskt pönk, jafnvel  þó þeir bættu íslensku rokki við þá talningu.

En snúum okkur aðeins að þeirri sveit sem líklega er  stæsti holdgerfingur diskótímabilisns.

 

Boney M.

Þegar 8 ára dóttir mín er árið 2011 farin að horfa á þessa sveit á Youtube eins og enginn sé morgundagurinn, sveit  sem naut vinsælda rúmum 30 árum áður en hún hafði heyrt á þá minnst fannst mér ég verða að skoða hvaða fyrirbæri þetta væri í raun og hvort sögusagnir um sveitina sem flogið hafa séu sannar.

Þessi saga gæti nú bara verið ágæt lesning fyrir þau ykkar sem þolið ekki meinstrem tónlistina

Saga Boney M.

boney_mSögu sveitarinnar má rekja til þess að  þýski söngvarinn og lagasmiðurinn  Frank Farian (sem raunar var skýrður Franz Reuther)  hljóðritaði danslagið  Baby Do You Wanna Bump í desember 1974.

 

En sjálfur söng hann  endurtekna línu  “Do you do you wanna bump?” djúpri röddu sem hann skapaði í hljóðverinu sem og hátóna falsettu í viðlagi lagsins.  Þegar kom svo að því að gefa lagið út á smáskífu notaði Frank dulnefnið Money M en það fékk hann að láni frá Ástralskri sjónvarpsþáttaröð sem kölluð var Boney.

Eftir rólega byrjun tók lagið skyndilega á rás upp vinsældalista í Hollandi og Belgíu og var smellur í báðum löndum.

Við þær vinsældir ákvað Frank að ráða mannskap til að koma fram í sjónvarpsþætti þar sem lagið yrði flutt. Með aðstoð The Katja Wolfe umboðsskrifstofunnar voru  ráðnar model-söngvarar Maizie Willams sem upphaflega kemur frá Carabísku eyjunni  Montserrat og vinkona hennar frá Jamaica Sheyla Bonnick. Með þeim var einnig dansarinn Mike sem aðeins kom fram með þeim í þetta eina skipti.

21513Eftir talsverðar breytingar og uppstökkanir á mannskapnum var endanlega sveitin komin fram en hana skipuðu þau Liz Matchell, Maizie Williams, Narcia Berrett og exótíski dansarinn Bobby Farrell sem kom í hópin fyrir tilstillan Maizie

Bobby Farell var fyrst og fremst exotískur dansari eins og aður segir og var aldrei notast við rödd hans í plötuuupptökum, rödd hans féll ekki að þeim hljóðheimi sem Frank var að leita að fyrir sveitina. Hann söng því sjálfur karlraddir laganna. Reyndar var svo einnig um Maizie Willimas. Þó er vitað að á nokkrum tónleikum sáu þau um söng en að öllu jöfnu var notast við upptökur af böndum þegar sveitin kom fram.

Á árunum 1976 til 1980 sendi sveitin frá sér fjórar plötur sem allar nutu mikilla vinsælda. og lög á borð við Belfast, Daddy Cool My Baker og Rivers of Babylon og fleiri og fleiri eru enn sprelllifandi á diskótekum um allan heim.

Saga sveitarinnar hélt áfram til til gamans má geta að Skömmu eftir að fimmta plata sveitarinnar var gefin út var dansarinn rekin vegna óáreiðanleika og annar fengin n í hans stað. Sveitin kom svo aftur saman í sinni upprunalegu mynd 1988. En dansarinn og ekki-söngvari Boney M lést af völdum hjartaáfalls í árslok 2009 skömmu eftir tónleika.

Og það má árétta að Boney M. er enn starfandi hljómsveitarnafn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband