5.1.2011 | 16:58
David Bowie 2. hluti
Sú hét Kon-Rats og var skipuð auk Bowie, sem reyndar kom fram með sveitinni undir nafninu Dave Jay, þeim Neville Willis og Allan Dodds er sáu um gítarleik og Dave Crooks er sló trommur. Hljómsveitin Kon-Rats hafði það markmið eitt að æfa upp vinsælustu lögin hverju sinni, til að halda standart sem fersk danshljómsveit. Í ágústlok komst sveitin í áheyrnarpróf hjá Decca útgáfuni sem einfaldlega hafnaði sveitinni. Eftir þá uppákomu fór metnaðarleysi hljómsveitarmeðlima að fara í taugarnar á David. Hann vildi hljómsveitina úr hinum hallærislegu hljómsveitarbúningum, þá vildi hann nýtt og eggjandi nafn á sveitina og síðast en ekki síst vildi hann spila frumsamda rokk og blús tónlist. En þessar byltingarkenndu hugmyndir fengu heldur daprar viðtökur innan sveitarinnar og er David sá hvað verða vildi yfirgaf hann ládeyðuna. Enda tók hann tónlistina alvarlega og hafði reyndar hafið nám í saxófónsleik skömmu áður. Til áréttingar má bæta því við að sveitin var stofnuð í janúar 1962 og starfaði Bowie með sveitinni frá þeim tíma. Hann og Alan Dodds léku með sveitinni í síðasta sinn í Justin Hall í West Wickham 31.desember 1963. Sveitin starfaði eftir það fram að 1969 í breyttri mynd og gaf út eina smáskífu.
David Bowie: Einn uppáhalds saxófónleikarinn minn á þessum tíma var Ronny Ross. Þar sem ég taldi mig þurfa á leiðsögn að halda fletti ég honum upp í símaskránni, hringdi og spurði hvort hann vildi taka mig í tíma. Mér til mikillar furðu svaraði hann játandi og ég fór. Fyrsta tímanum eyddi hann svo í að tuðast á hvað ég væri hræðilega lélegur og að ég þyrfti að byrja að læra upp á nýtt frá grunni, en þó var ég búinn að spila á saxófón í þrjú ár og þóttist nokkuð góður.
Eftir að hafa slitið samstarfi við Kon-Rats hóf Bowie að kom fram ásamt félaga sínum George Underwood, sem reyndar hafi um tíma leikið með honum í Kon-Rats, og trommara er nefndur var Viv undir nafninu The Hokker Brothers, þá komu þeir og fram sem Daves Reds and Blues. Jafnframt hóf Bowie störf sem auglýsingateiknari um líkt leiti, en gegndi því starfi stutt.
FRAMHALD SÍÐAR....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.