Saga David Bowie - 1. hluti

Fyrir löngu vann ég ritsmíð um sögu David Bowie út frá plötum hans. Þessi saga var að hluta byggist að hluta á útvarpsþáttum sem voru á Rás 2 fyrir meir en áratug. En um það verður fjallað í niðurlaginu. Hér förum við af stað í fyrsta hluta af ótrúlega mörgum.

 

David Robert Jones
db48Hann fæddist klukkan 9:00 á áttunda degi janúarmánaðar 1947, í húsi númer 40 við Stansfield Road í Brixtonhverfi Lundunaborgar. Fáeinum dögum síðar var piltur vatni ausinn að kristinna manna sið og nefndur David Robert Jones. Faðir hans Haywood Stenton Jones, sem að öllu jöfnu og reyndar af óskiljanlegum ástæðum gekk undir nafninu John Johns, var þá að skilja við fyrri konu sína Hildi Lois Sullevan, sem hann hafði gifst árið 1933. Hann gekk síðar að eiga móðir þess nýfædda, konu á besta aldri er Margaret Mary Burns hét, kölluð Peggy af fjölskyldu og vinum. David átti þrjú eldri hálfsystkini, systur Annettu Jones sem faðir hans hafði eignast í fyrra hjónabandi og bróður Terry Burns er móðir hans hafði átt í lausaleik 1937. Meðan á síðari styrjöldinni stóð eignaðist Peggy stúlku með giftum manni er skírð var Myra Ann. Henni var komið í fórstu aðeins þriggja mánaða gamalli, en hún giftist síðar ung til Egyptalands og hefur engum sögum af henni farið sem tengjast David á nokkurn hátt. Móðir Davids, Mary Burns á hinsvegar ljúfar minningar frá fyrstu uppvaxtarárum sonarins.

Margret Jones
pjHann hefur verið um það bil þriggja ára gamall þegar hann málaði sig í fyrst sinn. Við vorum með leigjendur á efri hæðinni í húsinu og einn daginn vorum við eitthvað að sýsla heima við og urðum þess ekki vör að hann hvarf upp stigann, þar sem hann fann poka með augnmaska, varalit og andlitspúðri. Þar komst hann að þeirri merku niðurstöðu að góð hugmynd væri að mála á sér andlitið með þessu. Þegar ég svo loksins fann hann nokkru síðar, leit drengurinn út eins og trúður. Þegar ég sagði honum að hann mætti ekki að nota make-up svaraði hann um hæl „En mamma þú gerir það”. Ég gat ekki annað en samsinnt því en benti honum jafnframt á að þetta væri bara ekki fyrir litla drengi.
Þrátt fyrir ljúfar minningar Peggyar vistist þessi sundurleiti hópur sem kallast átti fjölskylda, eiga fremur fátt sameiginlegt annað en að búa undir sama þaki. David var í augljósu uppáhaldi foreldrana sem létu hálfsysskyni hans að mestu afskipt og reyndu raunar eftir megni að stía þeim bræðrum í sundur sem annars voru ágætir vinir. Þrúgandi andrúmsloft einkenndi heimilið sem oftar en ekki var vígvelli líkast þar sem fjölskyldumeðlimir tókust á í harðri rimmu. Áhrifa þessa bágborna heimilisástands gætti síðar í kveðskap David Jones þar sem hann með söknuði horfir aftur til æskuárana sem hann aldrei fékk notið.

Á miðjum sjötta áratugnum flutti fjölskyldan úr hinu alræmda Brixton hverfi og settist að í Bromley þar sem öllu skárra þótti að búa.
Í kjölfar þess settist David á skólabekk í Burnt Ach Primary School þar sem hann kynntist meðal annarra George Underwood, en sá piltur varð einn nánasti vinur Davids næstu árin.
guflvso.gifGeorge Underwood: Ég man vel hvernig við eyddum laugardögunum, hangandi í búðinni hjá Vic Furlongs og hlustuðum á plötur, við keyptum aldrei neitt og þó það var í þeirri búð sem David sá sinn fyrsta saxófón. Hann kunni ekkert að spila á þessum tíma en hann gaf frá sér frábæran hávaða. þegar hann sá saxófóninn, hann sagði síðan föður sínum frá saxófóninum sem bauðst til að borga helminginn á móti David hefði hann áhuga á að eignast gripinn.
Á þessum unglingsárum kom bersýnilega í ljós sjálfstæði David og áræði, það að þora að feta aðrar leiðir, sem dæmi um þetta voru áhugamál jafnaldra hans í músíkinni; Buddy Holly. Auk fótboltans átti krikket íþróttin nokkrum vinsældum að fagna. En þá eyddi David frítíma sínum í að hlusta á American Network og en fremur fylgdist hann grant með Ameríska fótboltanum. Hann gekk meira að segja svo langt að skrifa bréf til ameríska sendiráðsins, sem bauð þessum áhugasama pilti í heimsókn þar sem hann eyddi heilum degi í að skoða sendiráðið og fræðast um Amerískan fótbolta.
Að aflokinni skólaskyldu lá leið Davids í verkmenntaskóla þar sem hann meðal annarra sat í bekk með Peter Framton sem síðar varð frægur með hljómsveitinni Humple Pie, þess má og geta að faðir Frampton var kennari við skólann og sótti Bowie tíma hjá honum á sínu þriðja ári innan veggja skólans. En námið sóttist pilti seint og 16 ára að aldri flosnaði hann úr skóla, enda þegar orðinn meðlimur í sinni fyrstu hljómsveit.

FRAMHALD SÍÐAR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband