Færsluflokkur: Menning og listir
13.5.2018 | 10:19
Hvað stjórnar okkur og hverju stjórnum við?
Öll list er tilfinningatengd. Þetta er stór fullyrðing. Ég veit ekkert hvort hún er rétt eða ekki.
Ástæða þess að ég fleygi þessu fram er að um daginn var statt hjá mér fólk þar sem farið var að þrasa og pexa um dægurtónlist (rokk, popp og allt það) Þar sem annar aðilinn spilaði lag með Íslenskum flytjenda á símann sinn og benti á að þetta væri nú með því besta í henni veröld. En sá erlendi sagði einfaldlega kommon þetta er ekki vel sungið, þetta er ekki einu sinni gott lag. Málið er að þú er tilfinningabundin laginu það höfðar til tilfinninga þinn og þú ert því ekki dómbær á gæði lagsins, Tilfinningar þínar hafa ekkert með gæði lagsins að gera.
Þetta vakti mig til umhugsunar um hvað er gott og vont lag. Ég hef reyndar ávalt verið mótfallinn því að tala um góða eða vonda list. Hallast meira að því að tala um skemmtilegt eða leiðinlegt lag. Hvað er fallegt málverk og hvað ekki, Hvað sé innihaldsríkt ljóð og hvað ekki. Hvort sagan er skemmtileg eða áhugaverð eða ekki. Meðan einn við lesa vel skrifaða bók, spáir annar minna í stílinn og vill að hún sé meira spennandi, sá þriðji að hún sé fræðandi og svo framvegis. m.ö.o. Við viljum tilfinningatengjast listinni og gerum það.
Og við göngum lengra en það oft á tíðum
Við tilfinningatengjum okkur jafnvel flytjandanum eða listamanninum sjálfum.
Ég fór í kjölfarið að velta því fyrir mér hvort mér þættu öll lög með t.d. David Bowie eða Bubba Morthens góð ef ég vissi ekkert hver flytjandi laganna væri. -
Ég efast um það - Hver veit. Tilfinningin segir mér að svo væri nú ekki. Hvað ræður því að mér finnst eitt lag betra en annað og við erum ekki öll sammála um það? Því get ég ekki bara ákveðið hvaða lag mér finnst skemmtilegt og hvað mér finnst leiðinlegt.
eða hvaða mynd mér finnst góð og höfði til mín og hvað ekki?
25.4.2008 | 20:00
Lítil saga af Bó Hall
Eftir vel heppnaða tónleika Björgvins í Köben er ekki úr vegi að segja litla sögu Bó en eins og flestir vita er Björgvin Halldórsson með skemmtilegri mönnum í bransanum. Snöggur til svars og einn þessara karaktera sem afgreiði hlutina final.
Fyrir nokkrum árum hringdi ónefndur hljómaður í Stúdíó Sýrlandi í mig og spurði mig hvort ég ætti ekki gott eintak af fyrstu sólóplötu Björgvins Halldórssonar. Jú ég held það og held meira að segja að það sé nánast óspilað. Hann biður mig að fá plötuna lánaða það væri verið að yfirfæra hana og ætti að gefa hana loks út á CD. Ég varð að sjálfsögðu við þessari ósk. Nokkrum vikum síðar var ég staddur í stúdíó Sýrlandi vegna vinnu við eina af safnplötum Bubba Morthens. og mundi þá eftir plötunni með Björgvini. Þegar ég minnist á hana við hljóðmanninn segir hann mér að í fyrsta sinn í sögu hljóðversins hafi verið farið inn til hans og maður náð þar í hluti sem hann átti en um leið tekið umrædda plötu með sér. Ég giskaði rétt þegar ég spurði hvort það hafi verið Bó sjálfur.
Viku síðar ég að ganga inn í hljóðverið og var að ganga frá áðrunefndri plötu Bubba og er rétt komin inn fyrir dyrnar þegar ég mæti Bó, sem er á leiðinni út úr hljóðverinu. Ég setti mig óðar í stellingar, bendi á hann útundan mér meðan við nálgumst hvorn annan og segi við hann, svo hátt að ekki fór framhjá viðstöddum.
- Já þarna er maður sem ég þarf að tala við
- Nú, spyr Bo og verður eitt spurningarmerki en heldur áfram göngunni í átt til mín og dyranna að baki mér.
- Já ég hef grun um að þú sért með hlut sem ég á í þínum fórum
- Ha, nú, hvað ætti það að vera? spyr Bó jafn hissa á svip og áður
- Það er fyrsta sólóplata Björgvins Halldórssonar, fágætur gripur og nánast óspilaður. segi ég jafn hátt og snjallt og áður. og bý mig undir að fá skíringar og einhver loforð um að gripnum verði skilað. Svarið kom hinsvegar strax
- Já þá er hún vel geymd! segir Björgvin um leið og hann snarast út um dyrnar og lokar á eftir sér.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 00:22
Frábærir tónleikar
Skrapp að heyra í Bubba í Bæjarbíói í kvöld. Þessi salur er einhvet magnaðasta fyrirbæri sem til er í Hafnarfirði og þó víða væri leitað. Sándið þarna er geggjað. Bubbi var í fantaformi, í bland við lög af væntanlegir plötu sem á að heita Fjórir naglar voru gamlir standartar í nýjum útsetningum og óvæntir konfektmolar það eru lög sem að öllu jöfnu eru ekki fastaliðir á tónleikum Bubba en dunka þó upp á nokkra ára fresti. Reyndar varð ég að mæta í fyrra fallinu því ég hafði tekið að mér að ná í Posa fyrir Palla umboðsmann og þegar ég mætti varð hann að skreppa frá og munstraði mig sem dyravörð í sinn stað. (já menn verða enn að vinna fyrir sér í þessari veröld og það gerði ég í kvöld, gaman af því) Já ef sumarið verði í líkingu við þessa tónleika þá segi ég bara eins og Morthens "Sumarið er tíminn" Gleðilegt sumar þið öll þarna úti.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2008 | 16:32
Smásögur
Ég hef verið að fikta við að skrifa frá því ég var smá-gutti (sem ég er reyndar enn). En hvað um það þessi skrif mín hvort heldur eru ljóð eða smásögur eru nú flestar í geymslu hjá SORPU og líklega óafturkræfar. En einhverjar hafa neitað að yfirgefa heimilið og bíða þess oní skúffu að ég flyti næst svo þær geti gengið á fund bræðra og systra sinna. Þó hafa orðið þau slys stundum að ættingjar eða vinir hafa rekið augun í þetta og verið að hvetja mig til að gera eitthvað við þessar sögur eða prósa. Enn hef ég ekki séð hvað það ætti að vera. Þeim virðist líða ágætlega oní skúffunni.
En um daginn tók vinur minn loforð af mér um að ég skrifaði sögu og birti hana einhverstaðar. Með því að setja hana inn hér er ég að efna þetta loforð. Nú ætla ég að gera meira en það því mig langar endilega að fá komment á þetta. Þið mynduð sem sagt gera mér stóran greiða ef þið gæfuð ykkur tíma til lestrar 2ja síðan sögu og gæfuð mér álit ykkar á henni. Linkur á smásöguna er hér fyrir neðan
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)