Færsluflokkur: Dægurmál

Hugleiðing Ertu viss um hvað þér finnst

Tölvur eru merkileg fyrirbæri. Líklega hafa engin tæki nútímans jafnmikil áhrif á daglegt líf fólks og tölvan. Samskipti manna fer orðið fram gegnum tölvur, samskiptaforrit eins og Facebook eiga sína drauma daga. Fólk sækir afþreyingu sína án endurgjald í tölvuna. Hvort sem það er tónlist, kvikmyndir eða önnur list. Allt á þetta að hljóma vel og vera frítt líka. Listamenn geta bara reynt að græða á tónleikahaldi. Það fara örugglega einhverjir á slíka viðburði sé það ekki upptekið í tölvunni við hala niður síðustu plötu listamannsins. Fólk verslar orðið í gegnum tölvuna. Hvort sem það eru föt eða aðrar nauðsynjar og krefst þess að það sé ódýrara en í verslunum þar sem ekki þurfi verslunarrými með afgreiðslufólki. Fólk sækir kynlífið sitt í tölvuna, finnur þar maka sem og martaruppskriftir. Leitar þar ráða hvað eigi að vera í matinn þann daginn.

 

Allt er þetta gott og blessað fyrir sumum og það sem verra er að nú er svo komið að fólk sækir hugmyndir sínar og skoðanir líka í  tölvuna. Það svona kíkir á hvaða skoðun er nú vinsælust núna. Já Free nipple,  - Já ég ætla að vera með þá skoðun. Nú Vá eru allir byrjaðir að vera á móti rasisma - Já best að vera á móti því líka, Nú eru allir að pönkast í þessum pólitíkus - Já best að vera á móti honum líka. OK nú er í tísku að vera trúlaus og á móti kirkjunni. Já best að taka þá afstöðu. Þetta virðast vera svo margir sem garga. Maður getur nú ekki verið í þögla hópnum. Þá er bara hraunað yfir mann.

 

Þetta er magnað hvernig hún verður til þessi gengdarlausa hjarðhegðun. Fólk tekur afstöðu án þess að skoða málin eða velta þeim fyrir sér á nokkurn hátt. Skoðanir fengnar að láni. Jafnvel lesa nokkur rök fyrir málinu og gera þau að sínum.

Veltir því aldrei fyrir sér hver mataði það á upplýsingunum og í hvers þágu þessi skoðun eða hin er.

 

Ég velti því fyrir mér hvort tölvur muni á endanum drepa gagnrýna hugsun. Ég veit það ekki það væri kannski ráð að gúggla líkurnar á því.


Hver hannað þennan fjanda?

klukkaÉg er kominn á þá skoðun að sá sem hannaði sólarhringinn var LETINGI. Ég meina 24 klukkutímar hver fjandinn er það. Þetta er ekki rassgat, maður kemst ekki yfir neitt á 24 klukkustundum, sérstaklega ekki en maður á líka að spreða 8 stykkjum í svefn og minnst 2 í að nærast. Það er 10 tímar í vaskinn. Eftir standa fjórtán kettlingar. Svo skil ég ekki hvernig mér tekst á þessum örfáu stundum að koma því til leiðar að um mánaðamót skulda ég einhverjum eitthvað. Mér finnst ég alltaf vera í vinnunni og þar eiga aurar að koma inn en ekki fara út. Það er einhverstaðar bilun í lífskerfinu. Líklega í hönnun þess. Ég sé hana nefnilega hvergi í framkvæmdinni.

Farinn að leita betur - verð bara að fórna 2-3 tímum í það. Fæ svo frúnna til að hjálpa mér um leið og´hún kemur út Smáralindinni InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband