Færsluflokkur: Tónlist

Plötur ársins 2002

riggarobbÍ yfirferð okkar um stigahæstu plötur hvers árs erum við komin í árið 2002. Tónlistin hafði nú verið við völd í nokkurn tíma og þegar þróun hans er skoðuð kemur í ljós að hann er að verða íslenskari með hverju árinu ef svo má segja, jafnvel óeðlilega íslenskur. Meira um það síðar.

Þetta ár fóru 106 plötutitlar inn á topp 10, sem er sami fjöldi og árið áður. En það sem stigur í augun er að íslenskum plötum fer nú fjölgandi á listanum, eins og áður segir. Og takið eftir að fimm efstu sætin eru allar plöturnar innlend útgáfa.
 
Óhjákvæmilegt er að minnast á eitt atriði eða reglu sem ég gef mér við þessa vinnu. Séu plötur með jafn mörg stig er sú plata sem á fleiri vikur á lista færð upp fyrir plötuna sem á færri vikur. t.d. voru tvær aðrar plötur með 74. stig, líkt og Robbie Williams. Nora Jones með Come Away With Me sem sat 12. vikur á listanum og Svona er FM sumarið 2002 sem sat 9. vikur á lista. En Robbie Williams fær 10. sætið þar sem hann situr fleiri vikur á listanum en hinar tvær.
 
Heildarlistinn er óbreyttur milli ára en litlu munar að Rottweiler hundarnir komist inn því heildarstigafjöldi þeirra er  202 stig. Því mun breyting á þessum lista bíða aðeins en þó ekki lengi því brátt fara að gerast merkilegar breytingar á listanum.

Vinsælustu plöturnar á árinu 2002 (Vika 1 – 52)
  1. Riggarobb – Papar (20. vikur, 151. stig)
  2. XXX Rottweiler hundar – XXX Rottweiler hundar (21. Vika, 150. stig)
  3. Jinx – Quarashi (19. vikur, 126. stig)
  4. Sól að morgni – Bubbi (12. vikur, 111. stig)
  5. Pottþétt 27 – Ýmsir (13. vikur, 99. stig)
  6. Laundry Service – Shakira (18. vikur, 94. stig)
  7. The Eminem Show – Eminem (19. vikur, 89. stig)
  8. Undir bláhimni ; Íslandslögin – Ýmsir (13. vikur, 89. stig)
  9. Allt sem ég sé – Írafár (8. vikur, 74. stig)
  10. Swing When You Are Winning – Robbie Williams (15. vikur, 74. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 2002
  1. Ágætis byrjun – Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
  2. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  3. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  4. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  5. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  6. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  7. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  8. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  9. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  10. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)


Plötur ársins 2001

220px-MutterTónlistinn árið 2001 er svolítið skrítið ár. 14 fleirri plötur fóru inn á topp 10 listann en árið áður og skipting er mun jafnari. Árið 2000 var aðeins ein plata af 10 stigahæstu plötunum undir 100 stigum en hér er þessu næstum öfugt farið þar sem aðeins tvær plötur ná 100 stiga markinu. Þó birtur hafi verið topp 30 ýmist á blöðum eða á netinu erum við aðeins að vinna úr topp 10. listanum.

Þýska þungavigtarbandið Rammstein situr í efsta sæti með plötu sína Mutter, eða Móðir sé heiti hennar snúið yfir á Íslenska ylhýra, Þetta er þriðja plata sveitarinnar og kom hún út 2. apríl 2001.

Það getur vel talist til tíðinda að þungarokkssveit og það Þýsk skuli verma þetta eftirsótta sæti, Annað vekur þó jafnvel enn meiri furðu og það er að einu íslensku plöturnar eru safnplötur á þessum topp 10 lista ársins.

Á heildarlistanum nær Ágætis byrjun Sigur Rósar 1. sætinu yfir stigahæstu plötuna frá upphafi og hefur sætaskipti við Dire Straits. Ætla má að þessi plata eigi eftir að bæta við sig, enda Sigur Rós búin að slá í gegn. Líkt og Björk farinn að kíkja inn á lista á ári hverju, þó hún nái ekki ávalt inn á topp 10. En við tökum aðeins þær plötur eins og áður segir.

En eitt er hægt að segja ykkur að framundan er alger viðsnúningur á listanum hvað Íslenskar plötur versus erlendar varðar. Meira um það síðar..

Vinsælustu plöturnar á árinu 2001 (Vika 1 – 52)
  1. Mutter – Rammstein (20. vikur, 163. stig)
  2. Parachutes – Coldplay (15. vikur, 100. stig)
  3. Toxicity – System Of A Down (12. vikur, 90. stig)
  4. Bridget Jones's Diary – Úr kvikmynd (11. vikur, 83. stig)
  5. Chocolate Starfish & The Hot Dog – Limp Bizkit (13. vikur, 82. stig)
  6. The Invisible Band – Travis (12. vikur, 82. stig)
  7. Hybrid Theory – Linkin Park (21. vika, 76. stig)
  8. Svona er sumarið 2001 – Ýmsir (9. vikur, 76. stig)
  9. Pottþétt 24 – Ýmsir (12. vikur, 74. stig)
  10. Pottþétt 23 – Ýmsir (8. vikur, 71. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 2001
  1. Ágætis byrjun – Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
  2. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  3. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  4. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  5. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  6. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  7. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  8. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  9. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  10. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)

 


Pötur ársins 2000

The_Marshall_Mathers_LPÞá skellur á nýr áratugur; 2000. Nú fara hlutirnir brátt að gerast. Ágæti byrjun er gott betur en titill plötunnar segir til um, það því annað árið í röð situr platan á topp 10 yfir stigahæstu plötur ársins, og sest einnig í annað sæti heildarlistans, plata piltana í Sigur Rós hefði þess vegna alveg mátt heita Fræbær byrjun.

Toppsætið þetta árið tekur Eminem sem reyndar var skýrður Marshall Bruce Mathers en það kemur svo sem engum við. Það vekur kannski furðu að Santana er í 2. sæti. Þetta var 17. plata sveitarinnar og hér nær hún í allt sem hægt er að ná í; 15 föld platínum verðlaun í Bandaríkjunum, Grammyverðlaun og settist í 1. sæti um víða veröld. Þetta er sterkt ár sem sést vel á því að stórgóð hljómleika plata Sálarinnar nær aðeins 6. sæti árslistans. Óneitanlega er meira varið í efri hluta listans en þann neðri. Því fjögur síðust sætin eru óttaleg froða (að mínu mati)

En ákveðnar breytingar eru í uppsiglingu. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. (eins og mér). Hefðbundnum plötuverslunum fækkar stöðugt, Matvöruverslanir eru að verða stór söluaðilar í plötusölu og Bensínstöðvar eru farnar að selja pylsur, brauð og nýmjólk á höfuðborgarsvæðinu, sjoppan mín á horninu er að deyja.

Fyrir mér er það álíka og að bifreiðaverkstæðið mitt bjóði mér upp á tannviðgerðir í einu horninu á verkstæðinu meðan ég bíð eftir að þeir lagi bílinn minn. Allir farnir að hnusa í annars koppi. Slæm þróun, ég get ekki lengur farið í plötubúðina í hverfinu mínu, hún er hætt. Hagkaup í Kringlunni er með 60 titla og Skífan flytur inn topp 20 – That‘s all. Þessi þróun mála kemur í ljós á næstu árum. Ég vildi bara búa ykkur undir miklar breytingar á listanum

Vinsælustu plöturnar á árinu 2000 (Vika 1 – 52)
  1. Marshall Mathers – Eminem (24. vikur, 158. stig)
  2. Supernatural – Santana (18. vikur, 151. stig)
  3. Play – Moby (25. vikur, 146. stig)
  4. Ágætis byrjun – Sigur Rós (27. vikur, 125. stig)
  5. On How Life Is – Macy Gray (17. vikur, 118. stig)
  6. 12 Ágúst 1999 – Sálin Hans Jóns Míns (18. vikur, 112. stig)
  7. Pottþétt 20 – Ýmsir (14. vikur, 110. stig)
  8. Oops I Did It Again – Britney Spears (19. vikur, 103. stig)
  9. Svona Er Sumarið 2000 – Ýmsir (12. vikur, 103. stig)
  10. Pottþétt 19 – Ýmsir (12. vikur, 91. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 2000
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Ágætis byrjun – Sigur Rós (49. vikur, 265. stig)
  3. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  4. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  5. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  6. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  7. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  8. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  9. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  10. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  9. Falling Into You – Celine Dion (39. vikur, 201. stig)


Plötur ársins 1999

album-eraÁrið 1999 og hér fer fyrsta heila ár Tónlistans sem nú var tekin við að birta lista yfir söluhæstu plötur landsins, eftir að DV hætti birtingu hans um mitt ár 1998. Þó svo MBL hafi birt Topp 30 höldum við okkur við að nota aðeins 10 efstu sætin. og plötur sem ná 1. sætinu fá 10 sig eins á áður, plötur í 2. sætinu fá 9. stig og svo koll af kolli.

Era var vinsæl þetta árið en Sigur Rós steig fram á sjónarsviðið og á eftir að lita listann þegar fram líður ef að líkum lætur. Pottþétt hertaka miðju listans með þrjár plötur þetta árið og í raun gott betur þegar heildarlistinn yfir árið er skoðaður

Topp 10 í 52 vikur gerir 520 skráningar af þeim er Pottþétt safnplata þetta árið í 73 skráningum samtals, en alls komust 12 Pottþétt plötur á topp 10 þetta árið. Það er því alveg ljóst að þessi safnplöturöð var komin til að vera og leysa nánast allar safnplötur af hólmi hvað vinsældir varðaði.
Eitt er víst að plötuútgefendur þurftu ekkert að vera að eyða tíma í að finna upp sniðug plötuheiti, nema sem eftirnafn í Pottþétt

Heildarlistinn tekur engum breytingum enn og er þetta þriðja árið sem hann er óbreyttur. Enda ekkert auðvelt að hrófla við honum þó það eigi eftir að gerast eins og eðlilegt er.

Vinsælustu plöturnar á árinu 1999 (Vika 1 – 52)
  1 Era – Era (20. vikur, 142. stig)
  2. Ágætis byrjun – Sigur Rós (22. vikur, 140. stig)
  3. Americana – Offspring (18. vikur, 138. stig)
  4. Pottþétt 15 – Ýmsir (14. vikur, 110. stig)
  5. Pottþétt 16 – Ýmsir (16. vikur, 108. stig)
  6. Pottþétt 17 – Ýmsir (10. vikur, 91. stig)
  7. Sögur 1980-1990 – Bubbi (10. vikur, 79. stig)
  8. Alveg eins og þú – Land og synir (16. vikur, 75. stig)
  9. My Own Prison – Creed (12. vikur, 75 stig)
  10. I Am – Selma (7. vikur, 66. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 1999
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  3. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  3. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  4. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  5. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  6. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  7. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  8. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  9. Falling Into You – Celine Dion (39. vikur, 201. stig)
  10. Debut – Björk (31. vika, 196. stig)


Plötur ársins 1998

Natalie_Imbruglia_-_Left_of_the_MiddleVið eru á yfirferð á þeim plötum sem telja flest stig með setu á lista yfir mest seldu plötur landsins. Við erum komi að árinu 1998. Þetta ár markar tímamót í sögu þessa lista því DV hætti að birta hann í júní. 20. vikum síðar hóf Morgunblaðið að birta lista sem unnin var fyrir tilstuðlan Félags hljómplötuframleiðenda. Við þessar breytingar stækkaði listinn úr topp 20 í topp 30. En við höldum okkur áfram við topp 10. Og gerum engan greinarmun á því hver er að annast gerð listans enda sömu aðferðum beitt við gagnasöfnunina og áður það er að fá sölutölur frá helstu hljómplötuverslunum landsins.

Með öðrum orðum þetta er árið sem Tónlistinn verður til. Reyndar byrjaði hann brösuglega því því fljótlega var hann aðeins birtur hálfsmánaðarlega og einnig var líka tekin upp sú fáránlega aðferð að skipta honum niður í nýjar plötu (það er sem innihéldu nýtt efni) og plötur sem innihéldu gamalt efni. Þessar tvær ákvarðanir voru báðar illa uppfundnar fyrir svo lítinn markað sem Ísland óneitanlega er.

En sem betur fer sáu menn að sér um síðir. Við þessa vinnu hefur þó þessum listum Nýtt og gamalt efni verið steypt saman þar sem til voru sölutölur frá þessum tíma og því hægt að endurvinna listann í eina heild. En þessi vinna var framkvæmd af mér fyrir félag hljómplötuframleiðendur á síðasta ári þegar ákveðið var að tölvutaka listann frá upphafi það er Vísir og DV og síðan Tónlistann í heild.

En það tímabil sem hann var aðeins birtur hálfsmánaðarlega er hver listi látin gilda í tvær vikur eða réttara sagt sami listi endurtekinn. Þannig að útkoma er 52 vikur í eðlilegu ári. Þó það kunni að skekkja eitthvað örlítið látum við þær plötur einfaldlega njóta vafans.

Hver vika ársins gefur topp 10 plötunum samtals 55 stig í okkar stigagjöf. Sé miðað við 52 vikur ársins gefur listinn samtals 2860 stig. En sé 53 vikan inni ársins eins og stundum vill verða og er einmitt hér árið 1998 ætti  heildarstigafjöldinn að vera 2915. En nú vantar okkur 20 vikna tímabil inn í árið eins og áður segir það er frá því DV hætti að birta listann og Morgunblaðið tók við og því eru aðeins 1815 stig í pottinum þetta árið og vantar því 1100 stig í árið. En líkt og áður látum við sem ekkert sé og birtum þær plötur sem flest stig fengu samkvæmt listanum, þó styttri sé.

Líklega á þessi vöntun í árið sinn þátt í að heildarlistinn er óbreyttur milli ára. Og fyrir utan íslensku Alþýðulögin eru Bubbi og Björk einu íslensku flytjendurnir þar. En það á eftir að taka miklum breytingum áður en við ljúkum þessari yfirferð okkar.

Hin ástralska Natalie Imbruglia sem á stigahæstu plötu ársins var þekktari sem leikkona í Nágrönnum en hún hafði leikið þar í ein þrjú ár áður en hú gaf út sína fyrstu plötu Left Of The Middle. Platan hennar náði 10 sætinu í Bandaríkjunum og 5. sætinu í Bretlandi en á toppinn bæði hér og í heimalandinu. Líklega er hún flestum nú gleymd hér á landi. Líklega muna menn betur flestar hinna platnanna.

Vinsælustu plöturnar á árinu 1998 (Vika 1 – 25 og 46 – 53)
  1. Left Of The Middle – Natalie Imbruglia (20. vikur, 134. stig)
  2. Titanic – Úr kvikmynd (15. vikur. 104. stig)
  3. Let's Talk About Love – Celine Dion (14. vikur, 87. stig)
  4. All Saints – All Saints (11. vikur. 79 stig)
  5. Pottþétt 11 – Ýmsir flytjendur (10. vikur, 79. stig)
  6. Mezzanine – Massive Attack (9. vikur, 76. stig)*
  7. Söknuður: Minning um Vilhjálm Vilhjálmsson – Ýmsir (8. vikur, 73. stig)**
  8. These Are Special Times – Celine Cion (8. vikur, 63. stig)**
  9. Urban Hymns – The Verve (13. vikur, 61. stig)
  10. Best of 1980-1990 – U2 (8. vikur, 60. stig)**

* var á lista þegar DV hætti
** var á lista þegar MBL hóf að birta listann

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 53 viku 1998
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  3. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  3. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  4. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  5. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  6. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  7. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  8. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  9. Falling Into You – Celine Dion (39. vikur, 201. stig)
  10. Debut – Björk (31. vika, 196. stig)


Plötur ársins 1997

34242Árið 1997 á yfirferð okkar um stighæstu plöturnar á lista DV yfir mest seldu plötur landsins. Þessi skrá Topp 10 er fengin með stigagjöf. Plata sem situr í 1. sætinu fær 10 sig, 2. sætið fær 9 sig og svo framvegis, uns platan í 10. sætinu fær 1. stig. Þetta þýðir ekki að platan í 1 sæti listans hér hafi verið söluhæst, heldur skorar hún flest stig á listanum.

Árið 1990 náðu 90 plötutitlar á topp 10 lista DV. En blaðið birti topp 20 á þessum tíma. Við vinnu hér er þó aðeins litið til 10 efstu sætanna. (bara svo öllum misskylningi sé eytt.)

Það vekur athygli að ef frá er taldar safnplötur út Pottþétt útgáfuröðinni sjást aðeins tvö íslensk nöfn á listanum þetta árið. Quarashi og Björk. Og ekki hægt að tala um „íslenska útgáfu“ í tilfelli Bjarkar, gefin út í Bretlandi af „One Little India“, Þó Björk sé að sjálfsögðu eign okkar Íslendinga. En við þurfum ekkert að örvænta því þetta á eftir að taka stakkarskiptum.

Sú krúnurakaða, sérstaka söngkona í Skunk Anansie trjónir á toppi listans og nær að toppa smástelpusveitina Spice Girls. Plata sem síðar hefur verið margoft nefnd meðal bestu platna sögunnar nær í þriðja sætið. Og sem fyrr litar Pottþétt útgáfuröðin listann.

Þrjár breytingar verða á heildarlistanum, tvær platna bæta við sig vikur og stigum frá fyrra ári og loks kemur Celine Dion inn á listann með vikur og stig sem náðst hafa á tveim árum, sem koma henni í 6. sætið.  En óhætt er að segja að reynslan hingað til sýnir að þessi listi er einnig að taka breytingum, mismiklum milli ára en oftast einhverjum, en það gerist erfiðara með hverju árinu að ná inn á heildarlistann.

Vinsælustu plöturnar á árinu 1997 (Vika 1 – 52)
  1. Stoosh – Skunk Anansie (26. vikur, 173. stig)
  2. Spice – Spice Girls (32. vikur, 161. stig)
  3. OK Computer – Radiohead (19. vikur, 134. stig)
  4. Falling Into You – Celine Dion (25. vikur, 125. stig)
  5. Pottþétt 7 – Ýmsir flytjendur (14. vikur, 103. stig)
  6. Quarashi – Quarashi (10. vikur, 78. stig)
  7. Pottþétt ást – Ýmsir flytjendur (10. vikur, 78. stig)
  8. The Fat of the Land – Prodigy (11. vikur, 74. stig)
  9. Trangic Kingdom – No Doubt (15. vikur, 74 stig)
  10. Homogenic – Björk (16. vikur, 70. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 1997
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  3. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  3. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  4. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  5. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  6. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  7. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  8. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  9. Falling Into You – Celine Dion (39. vikur, 201. stig)
  10. Debut – Björk (31. vika, 196. stig)


Plötur ársins 1996

jaggedLittleÁrið er 1996 og við tökum vikulegan lista DV og gefum 1. sætinu 10 stig, 2. sætinu 9. stig og svo koll af kolli. En við höfum farið á slíkan hátt yfir árin allt frá 1978.

Vikur og stig eru aðeins fyrir gildandi ár því ber að hafa í huga að viðkomandi plata getur hafa náð stigum og vikum bæði árinu áður og árinu eftir hafi hún verið á lista á þeim árum. Því hér er aðeins tekið það ár sem verið er að fjalla um ; frá fyrstu viku árs til síðustu vikunnar.

Dæmi um þetta er t.d. Crouçie D'où Là með  Emilíönnu Torrini sem kom út árinu áður og séu bæði árin talin nær hún samtals 17 vikum, 139 stigum. Þannig geta plötur skyndilega verið að birtast okkur á neðri listanum sem er heildarlisti frá því talning hófst árið 1978 og til ársloka umfjöllunar ársins.

Þá aðeins um árið 1996. Alianis Morrisette átti stigahæstu plötu ársins. Reyndar sat hún aðeins 1. viku í 1. sæti. Og hún nær einnig að setjast í 5. sæti heildarlistans yfir 10 stigahæstu plötur frá upphafi, ekki slæmur árangur það.

Pottþétt útgáfuserían ruglar þetta allt talsvert því þær eru nánast ornar fastagestir á toppi listans. Sem dæmi sátu Pottþétt plötur í 15 vikur í 1. sæti listans árið 1996. Enda má sjá þrjár þeirra á lista stigahæstu platna ársins. Og líklegt að þær eigi eftir að setja mark sitt á listana næstu árin.

Vinsælustu plöturnar á árinu 1996 (Vika 1 – 52)
  1. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (35. vikur, 216. stig)
  2. The Score – Fugees (23. vikur, 175. stig)
  3. Stone Free – Úr leikriti (13. vikur, 105. stig)
  4. Pottþétt 5 – Ýmsir flytjendur (11. vikur, 91. stig)
  5. Crouçie D'où Là – Emilíana Torrini (11. vikur, 88. stig)
  6. Pottþétt 4 – Ýmsir flytjendur (11. vikur, 88. stig)
  7. Presidents Of The United States – Presidents Of The United States (14. vikur, 85. stig)
  8. Allar áttir – Bubbi (11. vikur, 83. stig)
  9. Pottþétt 3 – Ýmsir flytjendur (11. vikur, 83 stig)
  10. Transpotting – Úr kvikmynd (16. vikur, 78. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 1996
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  3. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  4. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  5. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (35. vikur, 216 stig)
  6. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  7. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  8. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  9. Debut – Björk (31. vika, 196. stig)
  10. Unplugged In New York – Nirvana (28. vikur, 188. stig)


Plötur ársins 1995

Smash+theoffspring1995 og við höldum okkur við lista DV yfir þær plötur sem lengst sátu á lista yfir söluhæstu plöturnar. Gefum 1. sætinu 10 stig, 2. sætinu 9. stig og svo framvegis....

Tveir af stærstu útgefendum landsins Skífan og Steinar hf tók höndum saman við útgáfu nýrrar safnplötuseríu en grunnhugmyndin var í anda við "Now that‘s what I call music" útgáfuseríuna sem notið hafði mikilla vinsælda um heim allan.

Þessi útgáfuröð fékk heitið Pottþétt. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir um sjö plötum á ári það var plata á tveggja mánaðar fresti og svo einskonar Best of í árslok. Fyrsta platan í þessari seríu kom út rétt eftir miðjan september 1995 og sló í gegn. Seldist í á milli 5 og 6 þúsund eintökum til áramóta.

Við viljum endurtaka að þessi listi endurspeglar ekki endilega sölu platnanna á landinu. T.d. var Björk með plötu sína Post söluhæst á árinu og Bubbi seldi yfir 7000 eintök af Í skugga Morthens en fékk þó aðeins 45 stig hér og langt frá að komast á blað, meðan Pottþétt 1. fór í á milli 5 og 6 þúsund eintökum en fer inn á topp 10. Sixties skreið yfir 5000 eintök en það segir okkur ef nákvæmar sölutölur væru fyrir hendi liti listin öðruvísi út og í annarri röð. En hann gefur þó engu að síður nokkuð glögga mynd af því sem var að gerast og meginþorri landsmanna var að kaupa á þessum tíma.

Sveitir á borð við Offspring, Green Day og The Cranberries nutu mikilla vinsælda Og Nervana-dýrkunin var enn vel greinanleg. Uppsafnað komst Unplugged plata þeirra á heildarlistann ásamt Björk. Og Skrýplanir sem trónað höfðu á toppi listans á níunda áratugnum eru komnir í 10 sætið á heildarlistanum.

Vinsælustu plöturnar á árinu 1995 (Vika 1 – 52)
  1. Smash – Offspring (24. vikur 152. stig)
  2. Bítlaæði – Sixties (18. vikur, 143. stig)
  3. Unplugged In New York – Nirvana (19. vikur, 138. stig)
  4. Reif í kroppinn – Ýmsir flytjendur (14. vikur, 114. stig)
  5. Dookie – Green Day (19. vikur, 109. stig)
  6. Súperstar – Úr rokkóperu (15. vikur, 103. stig)
  7. No Need To Argue – The Cranberries (20. vikur, 98. stig)
  8 .Reif í runnann – Ýmsir flytjendur (13. vikur, 97. stig)
  9. Post – Björk (15. vikur, 91. stig)
  10. Pottþétt 1 – Ýmsir flytjendur (9. vikur, 81. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 1995
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  3. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  4. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  5. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  6. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  7. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  8. Debut – Björk (31. vika, 196. stig)
  9. Unplugged In New York – Nirvana (28. vikur, 188. stig)
  10. Haraldur í Skrýplalandi – Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)


Plötur ársins 1994

musicboxÁrið 1994 var plötulistinn birtur vikulega og við höldum áfram yfirferð okkar. Listum upp þær plötur sem gerðu það best þar árið 1994. Seinni listinn er svo samantekt á þeim plötum sem skorað hafa hæst í sögu listans.

Andlát stórsöngvarans í Nervana er mörgum minnistæður. Reif safnplötunum var dælt út eins og enginn væri morgundagurinn og e-pilluátið var eins og hver annar faraldur, veitingarhúsin voru meira að segja farin að selja dansþyrstum e-pilluætunum vatnið á barnum.

Björk er annað árið í röð á lista með plötuna Debut og Bubbi er ofarlega á lista þetta árið. Það er ekki margar plötur á þessum lista sem eru skyldueign í dag, Björk og Íslandslögin eru líklega plöturnar sem flestir þekkja. Safnplöturnar flestum gleymdar eins og oft vill verða með slíka gripi, enda er þeim kannski ekki ætlað að lifa morgundaginn.

Vinsælustu plöturnar á árinu 1994 (Vika 1 – 52)
  1. Music Box – Mariah Carey (22. vikur, 141. stig)
  2. Hárið – Úr söngleik (20. vikur, 133. stig)
  3. Þrír heimar – Bubbi (11. vikur, 108. stig)
  4. Milljón á mann – Páll Óskar og Milljónamæringarnir (15. vikur, 108. stig)
  5. Reif í sundur – Ýmsir flytjendur (14. vikur, 99. stig)
  6. Íslandslög 2 – Ýmsir flytjendur (14. vikur, 97. stig)
  7. Debut – Björk (16. vikur, 92. stig)
  8. Heyrðu 3 – Ýmsir flytjendur (11. vikur, 86. stig)
  9. Ringulreif – Ýmsir flytjendur (10. vikur, 85. stig)
  10. Æði – Vinir vors og blóma (12. vikur, 80 stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 1994
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  3. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  4. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  5. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  6. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  7. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  8. Debut – Björk (31. vika, 196. stig)
  9. Haraldur í Skrýplalandi – Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
  10. Nevermind – Nirvana (23. vikur, 187. stig)


Plötur ársins 1993

REM-Automatic-For-The-PeopleVið tökum nú fyrir árið 1993. Vikulega var á sínum tíma birtur listi yfir mest seldu plötur landsins í DV. Hann hefur nú verið tölvutekinn og úr honum unnar þær upplýsingar sem ég er birta hér. Við gefum plötu 10 sig fyrir 1. sæti listans, 9 stig fyrir 2. sætið og svo koll af kolli.

Árið 1992 kom REM með meistarastykkið Automaric For the People sem enn í dag nýtur spilunnar útvarpsstöðva um allan heim. Það sat stuttan tíma á listum 1992 en fer á toppinn árið 1993.

Þó skiptar skoðanir væru á Zooropa með U2 smellpassar hún í þá þróun sem orðið hafði á sveitinni og enn betur þegar frá leið. Unplugged útgáfuröðin naut vinsælda og Plata Claptons naut hylli Aðal orsakavaldur þess var líklega lagið Tears in Heaven, sem reyndar hafði verið samið fyrir myndina Rush. Þessi kassagítarútgáfa lagsins sem og annar laga á þessari plötu kom henni á topplista víða um heim.

Heildarlistinn tekur breytingum því REM bætir við sig stigum og vikufjölda frá árinu áður og stekkur í þriðja sæti heildarlistans. Þá kemur Eric Clapton einnig inn með óragmögnuðu upptökurnar sínar.

Vinsælustu plöturnar á árinu 1993 (Vika 1 – 52)
  1. Automatic For The People – R.E.M. (24. vikur, 195, stig)
  2. Zooropa – U2 (18. vikur, 158. stig)
  3. Rage Against The Machine – Rage Against The Machine (21. vika, 141. stig)
  4. Ekki þessi leiðindi – Bogomil Font og Milljónamæringarnir (15. vikur, 136. stig)
  5. Unplugged – Eric Clapton (19. vikur, 112. stig)
  6. Debut – Björk (15. vikur, 104. stig)
  7. Bodyguard – Úr kvikmynd (14. vikur, 104. stig)
  8. Lífið er ljúft – Bubbi (10. vikur, 99 stig)
  9. Bein leið – K.K. (13. vikur, 91. stig)
  10.  Svefnvana - GCD (13. vikur, 80. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 1993
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  3. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  4. Frelsi til sölu – Bubbi (28. vikur, 220. stig)
  5. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  6. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  7. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  8. Haraldur í Skrýplalandi – Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
  9. Nevermind – Nirvana (23. vikur, 187. stig)
  10. Grease – Úr kvikmynd (38. vikur, 184. stig)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband