Er maðurinn betri nú en hann var þá?

Ég velti því stundum fyrir mér hvað mín nánasta veröld hefur breyst mikið á svona síðustu 10 til 15 árum, svo maður tali nú ekki um 20-30 árum.

Þá er ég ekki endilega að tala um persónulega hagi heldur bara viðhorf samfélagsins til hinna ýmsu mála. Í heild verður að telja þessa þróun jákvæða. 

Við skulum bara til dæmis nefna þrennt.

Viðhorf til samkynhneigðar.

Viðhorf um hollari lífshátta t.d.í hvað varðar fæðu og mikilvægi hreyfingar

Jafnréttisbaráttu kvenna og almennt viðhorf til ofbeldis gegn konum og  t.d.  að nauðgun sé glæpur

Ótal fleira mætti tína til um jákvæða þróun og viðhorf í okkar mannlega samfélagi.

Því finnst mér það skjóta skökku við að sífellt er ég að fá fréttir af því að þessa viðhorf, þessi gildi og þessa samfélagslegi þroski sem mér finnst að ætti nú að vera kominn í hverja sál er það bara ekki.

Samkynhneigðir fá enn að heyra það og verða fyrir barðinu á fordómum um allt samfélagið.

Þrátt fyrir alla vitneskju okkar um hollustu og óhollustu halda menn áfram að reykja og þamba áfengi í tíma og ótíma og bíða jafnvel í biðröð í nær sólarhring eftir Amerískum kleinuhring, maður sér fjölskyldur í tugavís í nammilandinu á laugardögum moka sykri í poka í kílóavís.

Á sama tíma og menn segja að samfélagið líður ekki nauðganir og almannarómur æpir upp að Nei þýði NEI mæta samt drullusleðar á Þjóðhátíð og nauðga þar konum

Niðurstaðan er þessi 

Viðhorf samfélagsins hefur breyst og þokast í átt til betra samfélags og eru orðin verulega falleg á pappírum. Þessara ummæla er meira að segja farið að gæta í hátíðarræðum hér og þar.

En svo undarlegt sem það kann að hljóma þá er maðurinn enn sami hálfvitinn og hann hefur alltaf verið og því stöndum við í stað  þegar í raunheima er komið, Þó er von því þeim hefur víst stórlega fækkað.

Við verðum bara að fækka þeim enn frekar og þá fyrst er þetta samfélag orðið eins og við viljum hafa það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband