Færibandslögin - Fjársjóður sem safnar ryki

Innan veggja Ríkisútvarpsins má finna óteljandi gullperlur í tali og tónum. Meðal þess eru (vonandi) Færibandsþættir Bubba Morthens. Þó þættirnir sem slíkir séu gersemar er upphaf fyrstu 38 þáttanna í mínum huga sérstakir á heimsvísu. Ég efast um að nokkur staðar á byggðu bóli hafi tónlistarmaður af kaliberi Bubba tekið að sér þáttagerð og byrjað þáttinn á frumflutningi lags sem reyndar vel flest voru samin á staðnum. Þannig er til um 37 lög og einn ljóðalestur til af fyrstu þáttunum. En þetta spannar tímabilið frá 13.október 2008 og fram 24. ágúst 2009. Lögin sem þarna eru að finna er mörg hver merkileg og munu þegar fram líða stundir vaxa því þarna eru að finna lög sem síðar voru hljóðrituð á fjórðu plötu Egósins sem fékk heitið 6. Október og kom út í árslok 2009.

Væri ég með umsjón efnis Bubba Morthens væri þetta efni þegar komið í sölu. Í einhverju formi. Því það er nánast óheyrilegt að svona gullmolar liggi og safni ryki innan veggja RÚV. Svona til upprifjunar þá eru þetta lögin:

13. október 2008 Bankakreppublús
20. október 2008 Að fyrirgefa
03. nóvember 2008 Ekkert er að ske
10. nóvember 2008 Krónublús
17. nóvember 2008 Hún amma mín sagði mér það
24. nóvember 2008 Við skulum dansa aftur þegar birtir
08. desember 2008 Engin leið að hank'ann
15. desember 2008 Ég lét rödd mína hljóma
22. desember 2008 Snjókornin falla
29. desember 2008 Áður en dagarnir hverfa
05. janúar 2009 Kannski varð bylting vorið 2009
12. janúar 2009 Það er til þjóð
19. janúar 2009 Ónafngreint lag (Þeir í Kaupþing kunnu að svindla)
26. janúar 2009 "Þeir hnýttu þjóðinni snörur" - Síðar 6. október
2. febrúar 2009 Ónafngreint lag um álver
9. febrúar 2009 Dagurinn sem bankinn þinn dó
16. febrúar 2009 Fallegi lúserinn minn
23. febrúar 2009 ónafngreint lag (Þau misstu bæði vinnuna)
02. mars 2009 Hvernig tilfinning er það
09. mars 2009 Æ, Víví
16. mars 2009 Allt við það sama
23. mars 2009 Engill ræður för
30. mars 2009 Æ, Víví
06. apríl 2009 Heilinn skröltir laus
20. apríl 2009 ónafngreint lag
27. apríl 2009 Biðraðir og bomsur
04. maí 2009 Dagurinn sem bankinn þinn dó
11. maí 2009 ónefndur prósi
18. maí 2009 Sumarið er komið
25. maí 2009 Ónafngreint lag (Hættum að borga)
08. júní 2009 Óttinn er leikurinn
15. júní 2009 Það er jákvætt
22. júní 2009 ónefnt lag (Hættur að borga)
06. júlí 2009 ónefnt lag (Gettu hvað ég sá)
13. júlí 2009 ónefnt lag (Segðu mér mamma)
17. ágúst 2009 ónefnt lag (Nýfætt barn)
24. ágúst 2009 ónefnt lag (Mannæta)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband