Færsluflokkur: Ljóð

Til þeirra sem málið varðar

Ég setti þetta nú fyrst inn á spjallið á bubbi.is en ákvað svo að það mætti alveg vera hér líka.

 Hlustið á mig bæði Davíð og Geir
Hér er til fólk sem vill ekki meir
Finnst þið ættuð þegar að víkja
Sorry Ingibjörg Sólrún, - þú líka

Já herrar þið saman línurnar lögðuð
vitandi hvað beið, þið bara þögðuð
Þegar skipið var svo komið í strand
Þið luguð að það kæmist í land

Já hlustið á mig bæði Davíð og Geir
Hér er fjöldi sem vill ekki meir
sem finnst þið ættuð strax að víkja
Sorry Ingibjörg og öll þín klíka.

Auðmannsins taktar, kjólföt og háir hælar
Við hin erum nú merktir þrælar
Eins og bláeygð börn við trúðum því besta
En í raun fór svo allt á veginn versta.

Og auðmenn hurfu með milljarða úr landi
Skipið skilið eftir hálft í sandi
Og auðmenn hurfu með milljarða úr landi
við hin föst í klafa-bandi.


Lítil staka fyrir Ljósa-Ljós

Fðing 08 059Hér er smá viðlag sem ég raula stundum þegar ég labba um gólfið með yngstu dóttir mína. sem enn er óskýrð og ég kalla stundum Ljósa-Ljós en nafnið er meira en ljós - Ljósa-Ljós er Ljós allra ljósa. En það er skrítið að ég hef samið lítil ljóð til allra dætra minna um það leyti sem þær fæddust. En til að það týnist ekki í öldruðum heila mínum ákvað ég að henda því hér inn. 

Ljósa-Ljós er ljósið mitt
sem lýsir upp allt myrkur
hugsa bara um brosið þitt
og mér eflist styrkur.


Gamalt ljóð til þingmanns

Þarna stóðstu
fullur af lygi
uns vindur sannleikans
blés þig burt.


Bara EF

Það litar líf
hertekur huga
sest að í hjarta
skítur rótum í sál

Það endurtekur sig
í síbreytileika sínu
svona pínulítið
bara tveir stafir

bara EF
bara EF
bara EF


Lítið ljóð til vinar

Líf þitt er lánafrumskógur
Ljónið heitir Glitnir
og gleypir þig.

Nú ertu bara kennitala
merkt með rauðu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband