Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

VÆLL

Er lægri virðisauki á gistinu ferðamanna eitthvað annað en dulbúinn ríkisstyrkur fyrir eigendur gistihúsa og hótela og aðra þá sem selja slíkar gistingar. Sem síðan fá fulla endurgreiðslu á öllum virðisauka þegar kemur að viðhaldi og aðföngum. Minnir að fréttir hafi borið að sum gistihús væru að fá meira út úr VSK kerfinu en þau skili þar inn.

 

Ég ætla að leyfa mér að hafa þá skoðun að ég er á móti slíkum ríkisstyrkjum Svo meira ákveðnir hótelhaldarar fara í fýlu mín vegna.

 

Það er sama hvaða gjöld ríkið ætlar að setja á ferðamenn. Ferðaþjónustan byrjar að væla, emja og öskra á sömu mínútunni. Þrátt fyrir að þeir viðurkennir að innviðirnir taki ekki við þeim fjölda sem hingað kemur. Græðgin í kringum ferðamenn hér er orðinn meira en ógeðfeldur.


Sýn mín á þjóðina núna

Ég er farinn að hallast að því að það skipti engu hverjir stjórni hér á landi lýðurinn var er og verður alltaf jafn fúll með allt sem gert var, er og á að gera.

Stöku sinnum eru menn þó settir á stall eitt andartak eins og Píratar nú. Þeir verða þar sennilega ekki lengi komist þeir til valda. Lýðurinn sem kaus þá mun snúa við þeim baki á öðrum degi. Grafararnir á samfélagsmiðlunum byrja strax að taka þeim gröf. Stór hópur háværra mun bölva þeim í sand og ösku líkt og við erum að gera nú með núverandi stjórnvöld og höldum að það sé þeim eitthvert aðhald. 

Íslendingar er undarlega þjóð sem skiptir um skoðun á c.a. 10 mínútna fresti og spilar með þeim sem hæst galar.

Mér finnst hluti þessarar þjóðar svolítið eins og uppalandi sem bara skammar barnið sitt fyrir að gera hlutina vitlaust en sýnir því aldrei hvernig eigi að gera þá rétt.

Kannski sé ég þjóð mína allt öðrum augum á morgun. Ég er svolítið eins og hún ég skipti um skoðun.

 


Ráðherrann er eitthvað að misskylja starfið sitt

Ef við aðeins bara stöldrum við og horfum á orðið Ríkisstjórn. Það er stjórn sem á að stjórna þessu ríki, það er að segja Íslandi.

Þessari stjórn er ætlað að stjórna með velferð íbúa þessa ríkis að leiðarljósi og hennar hagsmuni.

Henni hefur ekki verið falið; hvorki að bjarga fátækt einstakra afríkuríkja, kristna heiðingja sem kunna að dvelja í fjallahéruðum Indónesíu eða standa vörð um mannréttindi í austur evrópu. bara svo dæmi séu tekin að því sem hún á ekki að vera að gera.


Ríkisstjón Íslands er ætlað það eitt að stjórna þessu landi með velferð íbúa þessa lands að leiðarljósi.


Það er eina prinsippið sem þessi ríkisstjórn á að hafa.

P.S. fyrir Rússum er Ísland sjö stafa orð á pappír PUNKTUR.

 

 


Verður maður hrokafullur í öðru landi?

Ég hef tekið eftir að fólk sem tekið hefur þá ákvörðun að segja skilið við Ísland og reyna fyrir sér í öðru landi vegna hrunsins virðist sumt eiga afskaplega auðvelt með að sitja núna og gagnrýna landa sína sem eftir eru heima. Stadusar þeirra á facebook til að mynda hafa breyst frá því að vera að hnýta í stjórnvöld og lánastofnanir sem þeir skulduðu (í flestum tilfellum) í að nánast drulla yfir þá sem ennþá búa hér á Íslandi og eru að borga skuldir sínar. Í besta falli gera lítið úr því fólki sem enn býr hér og hefur jafnvel tekið meðvitaða ákvörðun um að hér vilji það búa. Þetta brottflutta fólk ber sér á brjóst og talar um að lífið í útlandinu sé svo mikið betra og eftir sitji hér heima aðeins aumingjar og hálfvitar sem hafi ekki vit á að hætta að greiða skuldir sínar og koma út í dásemdir útlandsins.

 

Í minni æsku þóttu það nú ekki fínir pappírar sem ekki greiddu skuldir sínar og enn síður þóttu þeir góðir sem létu aðra gera það.

 

En ég er afskaplega þakklátur þeim sem flúið hafa landið eftir að hafa hætt að greiða skuldir sínar. Því meðaltal þeirra sem takast á við vandann í stað þess að flýja af hólmi hefur batnað með brottför þessa fólks. Það hefur margur aulinn flúið þetta sker, sumir jafnvel skriðið heim aftur með skottið milli lappana.

 

Ég vil minna menn á að menn stækka ekkert þó þeir búi í öðru landi og talið niður til landa þinna.


Hver þarf á framhaldsþáttum sjónvarpsstöðvanna að halda?

Ég er farinn að hallast að því að sjónvarpsstöðvarnar séu komnar í mikla og harða samkeppni hvað sápuóperur og framhaldsþætti varðar. Samkeppnisaðilinn eru íslenskir fréttamiðlar.

Síðustu daga hafa landsmenn  fengið  uppfærðar fréttir frá einni mínútu til þeirrar næstu um málefni eins og það að veikur þingmaður hafi kastað upp í flugvél WOW air og það er orðið hápólitískt mál þar sem fólk á borð við Vilhjálm Bjarnason og Birgittu Jóns hafa dregist inn í atburðarásina, Sá fyrrnefndi var staðinn að því að vera tvísaga og sagðist aldrei ætla að tala aftur við DV, auk þess sem flugfreyja og farþegi sem í vélinni voru komu við sögu í málinu sem er langt í frá lokið, Neyðarfundur hjá WOW air vegna málsins, Yfirlýsingar um veikindi mannsins og ekki veikindi mannsins og þjóðin er öll ýmist á hvolfi yfir þessu eða ekki og líklega sundruð í fleiri en tvær fylkingar. Spurning um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins. Ég hallast helst að því að maðurinn hafi verið veikur, hvort sem það var að völdum áfengis eða magabólgu. Spurning hvort heilbrigðiskerfið sé í stakk búið til að kveða upp úrskurð um það. Og ég vona að læknastéttin komi að málinu.

Nú það eru fleiri sápur í gangi. Halldór Braga tónlistarmaður er í aðal hlutverki í hörku spennandi löggureyfara þar sem lögga og ólöglegur eða löglegur en siðlaus rútuakstur er stórglæpamál sem síðar breyttist í hvort löggan á staðnum hafi framið glæp á Halldóri með að banna honum upptöku og gerst svo ósvífin að spyrja að nafni. Nú Yfirmenn hjá löggunni báðu svo Halldór afsökunar og þá urðu löggumennirnir alverg sjóðandi og nú er einhver búinn að hringja í persónuvernd. Líklega eru 3-4 þættir efir af þessari sápu.

Ég er að hugsa um að segja upp Stöð tvö og RÚV má leggja niður DV, Vísir og Pressan og allir hinir fjölmiðlarnir eru með þvílík SKÚBB að ég tek ekki eftir að það logi allt í verkföllum í landinu, eða byggt verði eiturverksmiðja við Hvalfjörð eða makríll kvóti gefinn. Þetta er svo spennandi


Er eitthvað nauðsynlegt að fara að lögum

Þegar Reykjavíkurborg fór í að  farga eftirlíkingum af Le Corbusier-húsgögnum sem hún hafði keypt í góðri trú um að væri ekta risu einhverir aðilar upp til að mótmæla.

Fannst þeim illa varið með verðmæti og fram kom með afgerandi hætti að Pýratar væri þessu mótfallnir. Alla vega kom þetta skýrt fram í fréttum annarri stóru sjónvarpsstöðvarinnar.

Þessi mótmæli Pýrata vöktu svo sem ekki upp neinar spurningar í mínum huga, en staðfestu það sem ég taldi mig vita. Það er að Pýratar styðji þjófnað.  Skiptir engu hvort það er tónlist á netinu ( og eru þá orða hnippingar Bubba og Pýrata þingmannsins en í minni) eða hönnun húsgagna.

Nú segja sumir Nei þetta voru bara heil húsgögn og alger sóun að farga þeim.

Mitt mat er: Að sjálfsögðu átti að farga þeim. Þetta var ólögleg framleiðsla, þjófnaður á hönnun og einkarétti, fyrir utan vörusvikin þegar Borgin keypti húsgögnin í þeirri trú að um ekta vöru og hönnun væri að ræða.

Nei kannski vilja einhverjir samt nota þessi húsgöng því það var jú búið að framleiða þau. Einhverjir komu fram í fjölmiðlum með hugmyndir á borð við að selja þetta efnaminna fólki og var t.d. Góði Hirðirinn nefndur á Stöð 2. í þessu sambandi.

 En hvað með manninn sem var tekinn með þennan fína landa  í síðustu viku. Merktur sem Smirinoff Vodka. 

Spurning hvort yfirvöld eigi nokkuð að vera að farga svona fínum vínanda, skella þessu bara í sölu í kolaportinu fyrir þá sem ekki hafa efni á alvöru Vodka.

Alla vega að leyfa einhverjum að njóta hans eða var það ekki inntaka með mótmælum á ólöglegu húsgögnunum.

Svo stel ég kannski líka eins og einu lagi af netinu í dag til að hlusta á meðan ég drekk landann úr kolaportinu í sófanum sem ég fékk í Góða Hirðinum að því að Pýratarnir vildu ekki henda ólöglegum húsgögnum frá Borginni. Með skilaboðin að lög séu óþarfi.

Ég er núna að skilja því Pýratar taka ekki þátt í atkvæðagreiðslum á þinginu. Þeir vilja ekki setja lög bara brjóta þau. Þetta er flokkurinn sem er að ná hvað mestu fylgi þessa daganna.

Ég veit ekki en mér finnst eitthvað rosalega rangt við þessa nálgun á málunum.

 


Við erum höfð af ösnum alla daga

Fréttamennska á Íslandi er með furðulegum hætti þessa dagana. Ég er ekki enn farinn að heyra neinn fréttamann eða aðra spyrja ráðamenn þjóðarinnar t.d.

Nú á að byggja nýtt og stærra Háskólasjúkrahús – Bíðum við á sama tíma eru ekki til peningar til að reka það sem fyrir er, þar sem tækjakostur spítalans er úr sér genginn og varla hægt að manna hann af fagaðilum sem þarf, sökum fjárskorts.

Er allt í einu orðið hagkvæmara að reka stærra húsnæði en minna?

Væri ekki nærtækara að reka það sjúkrahús sem við nú höfum eins og menn áður enn við byggjum annað stærra?

Landssöfnun stendur nú yfir þar sem ætlunin er að gefa fé til tækjakaupa.

Í mínum huga er það hlutverk ríkisins að kaupa þau tæki sem þarna þarf. Ekki okkar. Því við höfum þegar greitt skatta af þeim peningum sem munu koma í þessa söfnun frá almenningi.

Með öðrum orðum fyrst greiðir þú skatt til ríkisins af launum og gefur svo restina af þeim til að kaupa tæki sem ríkið vill ekki kaupa. - Ekki að ég sjái eftir aurunum sem slýkum. Mér finnst ég bara vera að gefa þá til ríkisins.

Ég legg til að næsta landssöfnun verið til að endurnýja bíl forsætis og fjármálaráðherrana.

Annað mál þar sem fréttamenn gleyma að spyrja

Landlæknir nú hefur embættið verið til húsa í X tíma á Austurströnd á Seltjarnarnesi og líklega hefur það húsnæði hentað ágætlega þegar embættið flutti í það. Hvað hefur gerst hjá þessu embætti sem varð þess valdandi að skyndilega var húsnæðið óhentugt. Svo að flytja varð embættið strax með þeim tilkostnaði sem því fylgir nú á sama tíma og okkur er sagt að ríkissjóður sé nánast tómur og engir peningar til. Hvaðan fáið þið fé til verksins ?

Er ég bara einn um að segja að hér eru embætti að bruðla með almannafé og í besta falli ætti Landlæknir að segja af sér svo maður tali ekki um ráðherra sem samþykkja þessi vinnubrögð.

Fréttamenn hefðu einnig mátt spyrja Borgarstjóra Jón Gnarr.

Borgarstjóri finnst þér það forsvanalegt að á sama tíma og boðaður er niðurskurður í skólum borgarinnar og þar eru sameiningar og tilfærslur eru í fullum gangi sem í flestum tilfellum eru gerðar í sparnaðarskyni. Boðaður er niðurskurður og sparnaður á flestum sviðum borgarinnar, þá setur þú mannskap á vegum borgarinnar í einkaverkefni eins og að smíða fyrir þig vagn vegna Gaypride. Hver var kostnaður vegna þess og hver greiddi þann kostnað?


Lögmálsbreytingin

Þegar ungi maðurinn og stúlkan ákváðu að hætta í skóla og fara út á vinnumarkaðinn þurfti að ákveða hve mikið fé færi í vasa unga parsins í formi launa  t.d næstu 3. árin, endurtek 3. árin.

Til að ákveða það urðu samtök atvinnulífsins og samtök launþega að funda svo vikum og mánuðum skipti og krefjast þess að ríkisstjórn landsins kæmi að málinu.  

Þegar unga parið ákvað að kaupa sér íbúð var það ekkert mál, samningur til 40 ára endurtek 40 ára var lagður fyrir þau án þess að nokkrir fundir væru haldnir eða að þau ættu þar nokkurn kost á einhverskonar samningi, því vextir, verðbætur og vísitölutryggingar voru einhliða ákvarðaðar og skipti engu hvaða þjóðfélagsástand ríkti á greiðslutímabilinu. Þarna voru allar breytur úthugsaðar og unga parinu nauðugur sá kostur að skrifa undir ætli þau sér að eignast þak yfir höfuðið. 

Það er ekki sama að semja um hvað fer í vasann og semja um hvað fer úr vasanum. Það er ótrúleg lögmálsbreyting sem er á þessu tvennu.

Það er undarlegt að á einu blaði til húsnæðiskaupa til 40 ára er hægt að reikna með öllu og tryggja að lánveitandinn tapi aldrei krónu heldur aðeins hagnist.  

Þegar kemur svo að því að semja um laun í aum 3 ár þarf fundahöld fjölda manna í vikur og mánuði og ríkisstjórnin að gefa út einhverjar yfirlýsingar.

Samtök launþegar virkar á mann eins og hópur sem mætir í reiknistíma án þess að taka með sér blað og blýant hvað þá að reiknivélin sé í töskunni.

Það er eitthvað mikið að samfélaginu okkar þar sem aurar eru merkilegri en fólkið


Um hvað snýst málið? þetta er ekkert flókið!

Nú vilja einhverjir forríkir útlendingar fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað með sand af seðlum og kaupa upp íslenskar orkuauðlindir til virkjanaframkvæmda.

Um hvað snýst málið? Að það megi ekki raska náttúru landsins. Hver er að nýta þessa náttúru. 10.000 hræður max sem flakka hér um á sumrin og nokkur þúsund útlendingar.

Ég er kominn að komast á þá skoðun að það geti vel verið góður kostur að Ríkisstjórnin taki sig nú saman í andlitinu. Kaupi hugguleg einbýlishús fyrir hverja einustu íslenska fjölskyldu á fallegum stað við Karabíska hafið og við bara flytjum þangað hver og ein fjölskylda.

Ég meina 300.000 hærður þetta yrði smáhverfi einhverstaðar.

Með því losnum við við óhæfa ríkisstjórn, ónýtan gjaldmiðil, þvarg og þras út af auðlindum sem ekki má nota, og fæstir fá að sjá. Breytum þessu skeri norður í ballarhafi í einn alsherjar forarpitt og virkjum allt sem hægt er að virkja. Leigum það út og seljum orkuna til þeirra sem vilja hér opna verksmiðjur, hér verða svo nokkur þúsund útlendingar í vinnu í þessum verksmiðjum. Við fengjum svo senda launaávísanir reglulega af leigutekjunum.

Ef þetta snýst um hvort ég eigi hús við Karabíska hafið og hafi það bara huggulegt í sólinni alla daga eða þá að Bubbi Morthens og félagar geti veitt laxinn sinn á sumrin og Ómar flogið yfir hálendið þá segi ég bara fokk Ómar og Bubbi, Sorrí ég tek hús og huggulegheit við Karabíska hafið framyfir.

Þið getið fengið gamlar vidíóupptökur af landinu, ríkisstjórnarfundum og fréttaefni á DVD með ykkur.

Ég verð í sólbaði með sandgría og börnin mín hlæjandi á ströndinni í strápilsum, laus við Jóhönnu og kompaní


Það er eitthvað mikið að

svandísHvað er þess valdandi að íslenskir þingmenn ná ekki að semja lög án þess að þau séu svo götótt að þau halda hvorki vatni né vindum. Og hvað er það við íslenska þingmenn og ráðherra að þeir sjálfir virðast ófærir um að fara eftir þessum lögum og reglugerðum. Ef þeir brjóta og beygja þessi lög ekki út og suður þá rangtúlka þeir þau svo illa að þeir eru nánast fangelsismatur á eftir.

Það henti mig eitt sinn að fara yfir á rauðu ljósi og viti menn Löggan mætti á svæðið og 5000 krónur varð ég að greiða úr eigin vasa. Svandís Svavarsdóttir fær dóm fyrir lögbrot í starfi sem ráðherra. Ríkið greiðir skaðann. og hún heldur vinnunni eins og ekkert sé. Svo er spurning ef Svandís óskar nú eftir sakavottorði á morgun. Kæmi þessi dómur þar fram? Líklega ekki, þetta var embættisfærsla. En er til sakaskrá fyrir fyrirtæki og stofnanir, þar með talið Íslenska ríkið. Þar sem inn eru settir dómar og aðrar stjórnvaldsáminningar og sektir? Líklega ekki. Hvers vegna ekki?

Er það ekki magnað að ríkisstjórn sem talaði um ábyrgð fyrir síðustu kosningar skuli nú í stólunum fyrra sig þessari sömu ábyrgð. – Ekki nauðsynlegt að hún segi af sér er fyrirslátturinn. Ef Jóhanna og Steingrímur hefðu verið í stjórnarandstöðu Svandís í örðum flokki hefðu þau krafist tafarlausrar afsagnar. Ég veit að þau vita það líka. Ég skora á þessa ríkisstjórn að fara nú að sýna hversu ábyrg þau eru í orði sem verki.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband