Ein sjoppa, engin samkeppni

Plötuverslanir eru að hverfa og líkurnar á að CD útgáfuformið sé að líða undir lok aukast með degi hverjum.  Líklega ypptum við bara öxlum og segjum að þetta sé tæknin og þróun sem við fáum ekki stöðvað. Sem er svolítið skrítið því við (mannfólkið) bjuggum jú þessa tækni og þróun til. Erum við að segja að það sem við búum til taki svo bara völdin og ráði framhaldinu og við fáum ekkert við því gert?. Getur verið að við notum þetta sem afsökun fyrir sinnuleysinu?

Horfum á íslenskan plötumarkað sem er mér svolítið hugleikinn þessa daganna. Bubbi Morthens, sem er líklega einn afkasta mesti tónlistarmaður landsins þegar að útgáfu kemur er nánast stopp. Sumpart hafa vinsældir hans kannski dvínað en plötusala á CD er farin. Hann segir menn stela tónlist sinni. Aðrir tónlistarmenn hafa sagst fá lítið sem ekkert af rafrænni sölu sinnar tónlistar. Ég giska á að innan 5 ára verði menn nánast hættir að gefa út plötur á CD. Þá liggur fyrir að aðeins verður um stafræna útgáfu að ræða.

Hvar stöndum við þá, tónlistarmenn og neytendur, og hver sér um smásölu tónlistar?

Hvar er tónlist aðgengileg í stafrænu formi með löglegum hætti í dag? Það er bara ein sjoppa í táninu. Tónlist.is

Góðan daginn og takk fyrir sælir.

Ekki það að ég sé eitthvað á móti vefsvæðinu sem slíku en minnumst þess að eitt helsta útgáfufyrirtæki landsins á svæðið. Þetta þýðir og segir okkur að fyrr en síðar verða ALLIR íslenskir tónlistarmenn sem vilja fá tekjur af útgáfu sinni háðir þessu fyrirtæki og allir notendur íslenskrar tónlistar háðir þessu fyrirtæki.

Ein sjoppa - engin samkeppni

Þetta er umhugsunarefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband