Markaður í molum

Hljómplatan er dáin. Hljómtæki eru nánast fágæt tæki á heimilum. Ekki er lengur gert ráð fyrir CD í tölvum nútimans. Plötuverslanir eru að hverfa. allt er þetta á einhverri vegferð sem fæstir skilja og menn fárast yfir annan daginn en leifa þessu þó öllu að gerjast án þess að spyrna við fótum og menn gerast jafnvel meðvirkir

Bubbi hættur að taka upp til plötuútgáfu, "því menn stela bara tónlistinni minni" segir hann og ætlað svo að kjósa Pírata næst?

Hagræðing segja útgefendur sem ráku plötuverslanirnar þegar þær eru seldar. Og nýir eigendur segja að fólk sé hætt að kaupa geisladiska og plötur en tala þó í hinu orðinu um stóra aukningu á sölu vínylplatna sem þegar að er gáð aðeins um nokkra tugi manna að ræða sem kaupi enn það útgáfuform og svo loka kaupmenn búðunum til að stöðva tapreksturinn?

Kaupendur kvarta engar plötubúðir og finna ekki plöturnar með Bubba sem þeim lagar í nema þá helst á netinu og þá er betra að taka hana frítt af einhverri sjóræningjasíðu en versla hana löglega á einhverri veitunni og greiða stórfé fyrir, enda skilar það engu til tónlistarmannsins. segja þeir og samþykkja þó að tónlistin þeirra sé þarna inni því það er orðinn eini opni söluglugginn?

Útgáfufyrirtæki vilja þó áfram sinna smásölu og segjast bera hag tónlistarmanna fyrir brjósti og koma vörunni til neytenda. Til þess annast þeir  netsölusvæði sem gefur tónlistarmönnum ekkert í vasann. Milli þess sem þau undirrita samninga  við erlendar tónlistaveitur um sölu á íslenskri tónlist þar sem enginn fær neitt nema netsvæðið kannski í auglýsingartekjum?

Þessi veröld er ótrúlega skrítin. Manni finnst stundum að menn geri fátt annað en bíta í hvers manns skott og sagan af Litlu gulu hænunni hefur gengið í endurnýjun lífdaga er orðin epískri grátsögu hljómplötunnar sem er í raun dáin þó jarðarförin hafi ekki enn farið fram?

Unga kynslóðin elst upp við MP3 og heldur að það sé það flottasta sem völ er á svo lengi sem það er Apple?

Niðurstaðan er að tónlistin lifir!

Með tilkomu tölvunnar hefur geymsluformið jafnvel batnað!

Miðlunarformatið sem menn fundu til að skapa verðmæti og koma tónlistinni frá tónlistarmanninum til hlustandans þar sem tónlistarmaðurinn gat lifað á afurð sinni er aftur á móti komið á líknardeildina og spurning hvenær andlátið verður staðfest?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Breyttir tímar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.4.2015 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband