13.10.2009 | 13:58
Byrjum bullið á nýjan leik
Hafið þið sé einhver ný lög um banka og fjármálastofnanir? Var ekki verið að skera niður fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins eins og annarra stofnana sem eru á vegum þess opinbera? Ef þeir voru ófærir um að sinna skildu sinni 2007 gera þeir það betur nú með minna fjármagni? Tók ekki ríkið yfir þessa banka vegna þess að þeir voru að fara á hausinn? Nú er búið að dæla í þá peningum og þá má bara rétta þá næstu fuglum sem fljúga með þá hvert?
Þetta fer að minna mig á söguna um manninn sem stal gullinu og gullið var dæmt fyrir þjófnaðinn, það var svo djöfull freistandi. Það er að þjófurinn var klárlega bara fórnarlamb í málinu og fékk dæmdar bætur frá eiganda gullsins. Já, það er eitthvað undarlegt við þessa mynd alla.
Gylfi: Ánægja með lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.