Skrítnir tímar með enn undarlegri stjórn

Ég á mér einlæga ósk. Hún er sú að þessi blessaða ríkisstjórn fari nú að efna loforð sitt um gegnsæi og opið kerfi þar sem hlutirnir séu upp á borðinu. Þessi ríkisstjórn segir eitt og framkvæmir annað.

Skjaldborg um heimili landsins er setning sem nánast hver einasti þingmaður hefur tekið sér í munn í ræðustól alþingis. Þessir þingmenn eru samt með til umfjöllunar fjárlög þar sem niðurskurðarEXI (ekki hníf), heldur EXI er beitt að meiru harðfylgi en nokkru sinni í sögu lýðveldisins. Það stefnir í fjöldauppsagnir á vegum þess opinbera. Já það er skjaldborgin sem ríkið ætlar að slá upp að segja upp eigin fólki og setja það á atvinnuleysisbætur. Já þetta er flott hagfræði, Ríkið borgar viðkomandi fyrir að gera ekki neitt og tekur af því hluta launanna sem það borgar þeim fyrir að gera ekki neitt - Auðvitað borgum við allar erlendar skuldirnar þannig bæði fljótt og örugglega. Ég skil ekkert í mér að hafa áhyggjur af þessi.

Ég skil heldur ekkert í mér að sjá öll kosningarloforð þessarar ríkisstjórnar ganga í þveröfuga átt við þá sem lagt var upp með. Ég skil heldur ekkert í mér að finnast menn sem áður töluðu um að nú væri ekki tími fyrir flokkapólitík sitja og eyða mestum tíma í að sætta eigin þingmenn. Ég skil heldur ekkert í mér að skynja ekki að menn geti lagt af stað með mál, eyða í það vikum og mánuðum og sitja enn á sama stað eftir að hafa sagt að málið væri svo brýnt að það yrði að klára það í hvelli. Ég skil ekki þessa ríkisstjórn, kannski ekki furða, ég held að hún skilji sig ekki sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband