13.9.2009 | 20:56
Já byrjum bullið á ný
Er búið að tryggja ný lög um banka og fjármálastofnanir svo leikurinn verði ekki endurtekinn?
Íslensku eigendurnir stóðu sig ekki, nú er það eitthvað flottara að erlendir aðilar eignist bankann með það eitt fyrir augum að ná eins miklu fjármagni út úr þeim og kostur er. - Við verðum líka að gera okkur það ljóst að það fjármagn er BARA á leið út úr landinu.
300.000 manna smátownið Ísland skiptir erlenda kröfuhafa akkúrat engu máli. Það eru dollararnir sem verða taldir í þessum viðskiptum. Já það er bara flott hjá Steingrími og Co. að gera c.a. 30.000 fjölskyldur á Íslandi gjaldþrota og rétta síðan bankana erlendum aðilum án þess að okkur komi það nokkuð við. Án þess að virk lög um banka og fjármálastofnanir sjái dagsljósið. Síðan mun væntanlega völdum gæðingum afhent fyrirtæki landsins svona eitt og eitt. Gjaldþrota hyskinu kemur þetta varla nokkuð við, þau halda bara áfram að borga brúsann. Þessum aðilum er nefnilega nokk sama um einstakar fjölskyldur og koma aldrei til með að hliðra nokkuð til í greiðsluferli þeirra t.d. vegna fyrri íbúðarkaupa.
Vongóður á vilja kröfuhafanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sagan endurtekur sig, sagði Karl Marx. Og þó flest sé bull og/eða úrelt sem sá karl skrifaði fyrir hálfri annarri öld þá er sannleikskorn í þessu.
Jens Guð, 13.9.2009 kl. 21:47
Já Jens það er satt. Sagan endurtekur sig. Við komum líklega til með að sitja uppi með ónýta sjálfhverfa pólitíkusa allt okkar líf. Meðan við gerum ekki meiri kröfur til þeirra en ljúga að okkur á c.a 4. ára fresti.
Bárður Örn Bárðarson, 14.9.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.