Ég kalla til ábyrðar

Varla líður sú mínúta þessa daganna að maður lesi ekki um björgunaraðgerðir ríkisstjórna og eða seðlabanka um allan hinn vestræna heim, nema hér upp á íslandi. Hér er engu líkara en Ríkisstjórn og seðlabankastjórar sitji með bundið fyrir augun og haldi fyrir eyrun, ruggi sér fram og aftur og tauti við sjálfa sig - ÞAÐ ER EKKERT AÐ - ÞAÐ ER EKKERT AÐ, ÉG SIT BARA Í STÓLNUM MÍNUM, ÉG SIT BARA KYRR Í STÓLNUM MÍNUM - ÞETTA ER AÐ VERÐA Í LAGI BRÁÐUM. LA-LA-LA-LA...

Þegar þessi staða er komin upp verður að kalla menn til ábyrðar. Því kalla ég hér og nú eftirtalda til ábyrðar

Forráðamenn fyrirtækja að blása EKKI upp vandann með bulli um vöruskort og gjaldeyrishömlur

Fjölmiðla fyrir að birta EKKI hvaða þvælu sem er í von um eftirtekt sem aðeins er til að auka ótta almennings. Heldur fjalla um málefnið með ábyrgum og upplýsandi hætti. Hvetja okkur frekar til samstöðu en sundrungar.

Íslenskar húsmæður til að velja íslenskar vörur fram yfir erlendar  - ALLTAF og FREKAR NÚ EN ELLA

Íslenska kaupmenn fyrir að hækka ekki upp úr öllu valdi þær vörur sem framleiddar eru hér innanlands eins og þær hafi verið keyptar inn fyrir evrur eða dollara. Edurmeta uppstillingu á vörum í verslunum með þetta í huga. Hagnaður ykkar gæti orðið meiri til lengri tíma litið.

Ég geri Bubba Morthens og landsmenn alla ábyrga fyrir góðri samstöðu á Austurvelli á miðvikudaginn 8 október því þar ætlum við að reyna að ná vitrænu sambandi við ráðamenn og seðlabankastjórendur.

Landsmenn geri ég ábyrga með að snúa bökum saman og íhuga hvað hver og einn einstaklingur geti lagt á vogaskálarnar til að vinna okkur út úr þeim vanda sem nú er ríkjandi í samvinnu við aðra landsmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband