Mér fæddist dóttir

Í nótt aðfararnótt Fimmtudags 21 ágúst 2008 klukkan 4:23 fæddist mér tæplega 12 merkur stúlkubarn. Eftir að hafa í hendisngkasti talið 10 fingur og tíu tær klippti stoltur faðir á naflastrenginn og þetta litla kríli opnaði augun í fyrsta sinn í þessari veröld. Þau virtust nánast tinnusvört og um leið kristaltær og þá var ég þess fullviss að hún væri í lagi og hjarta mitt í auðmýkt þakkaði Guði gjöfina. Það er ekkert sjálfgefið í þessari veröld og ef svona atburður er ekki fegurð lífsins í sinni stærustu mynd þá veit ég ekki hvað það getur verið.

Kannski ein lítil mynd af þessu kríli síðar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Til hamingju kæru vinir.

Hlynur Jón Michelsen, 25.8.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Takk Hlynur. Held að hún sé hrein og klár eftirprentun systra sinna

Bárður Örn Bárðarson, 29.8.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband