16.8.2008 | 16:45
Kjörtímabil?
Þó klukkan sé nú að verða fimm að degi er morgun í mínum skrokk því ég er nývaknaður eftir að hafa ekið fólki heim úr miðbænum í nótt. Og morgunstund gefur gull í mund með ristuð brauði og heimagerðri kæfu.
Ég ákvað tvennt í gær þar sem ég átti afmæli. Það var annarsvegar að reyna að hætta að gagnrýna gagnrýnendur (sjit, hvað það verður erfitt) og hinsvegar hef ég skipt út orðinu KJÖRTÍMABIL í LOFORÐSTÍMABIL sem er gert í viðleitni minni að minna kjörna fulltrúa mína bæði á þingi og ekki síður í Borgarráði á að efna loforð sín við kjósendur frekar en þeir séu þarna kjörnir til að sitja á rassgatinu og máta hvern stólinn á fætur öðrum í von um að borgarstjórastóllinn eða ráðherrastóllinn verði þeirra og rétta svo við og við upp hönd til að samþykkja eitthvað ef það bara hentar þeim. Mín áskorun er að þeir fari nú að hætta pólitískum skollakeikjum og framaplotti og snúi sér að þeim málefnum sem bíða úrlausnar fyrir þegna landsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.