14.8.2008 | 19:56
Allt um þungun Hrafnhildar?
Æi, ekki nenni ég að fara að blogga hér um borgarmálin sem hafa dunið á mér í allan dag úr öllum útvarpstækjum sem á vegi mínum hafa orðið. Aftur á móti verð ég að fara út í búð og kaupa séð og heyrt. Samkvæmt því sem DV segir frá 13 ágúst eru Séð og heyrt nefnilega að breyta áherslum sínum verulega svo ekki sé meira sagt. En DV segir svo:
.. Bubbi Morthens og eiginkona hans Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eiga von á barni á útmánuðum næsta árs. Greint verður frá þessu í Séð & Heyrt sem dreift er í verslanir á morgun. Í blaðinu er ítarlega fjallað um þungunina....
Ég er svona að spá í hvernig blaðið ætlar að fjalla ítarlega um þungun án samstarfs við Hrafnhildi. Ætli þetta verði á fræðilegum grunni...
Ég er nefnilega mikill áhugamaður um þetta efni þessa dagana enda spurning hvort ég fái dóttur í afmælisgjöf á morgun því konan er nánast komin að því fæða okkar þriðju dóttur. Reyndar ætlaði ég nú að fjalla ítarlegar um þetta allt en ég held ég bregði mér nú í næstu sjoppu og kaupa blaðið og lesa þessa ítarlegu umfjöllun um þungun (sem þó hefur hvergi verið staðfest) Þetta kallar maður sko RANNSÓKNARBLAÐAMENNSKU. En ég segi ekki meir fyrr en ég er búinn að lesa déskollans blaðið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.