Ballið er rétt að byrja

Já Glitnir hirti fyrst allt fémætt út úr fyrirtækinu, eða þá þætti sem hugsanlega gætu skilað hagnaði og hitt látið vera. Auðvitað vita allir að öðrum þáttum væri stefnt í gjaldþrot, til þess var ætlast og líklegra en ekki að þetta hafi átt sér talsverðan aðdraganda og skipulagsvinna verið í gangi nokkurn tíma.

Við eru rétt að byrja að sjá fyrstu fyrirtækin standa tæpt. Veturinn verður stórviðrasamur í þessum efnum. Bankarnir eiga eftir að leysa til sín eignir upp á milljarði næsta árið - Það er mín spá. Það hlýtur að vera æðislegt að vita bankann sinn styrkja íþróttahreyfinguna gegn auglýsingu á t.d. fótboltavellinum og barnið eða unglinginn vera að spila við hlið auglýsingarskiltis frá banka sem á sama tíma tekur vinnuna af heimilisföðurnum og hirðir svo örugglega húsið hans að lokum. Auðvitað ekki bankanum að kenna Bankanum sem bauð fjölskyldunni gull og græna skóga fyrir nokkrum mánuðum- En Lífið er enginn leikur það kemur örugglega í betur í ljós á haustmánuðum.

Hvenær verða kosningar næst?


mbl.is Starfsmenn fá ekki greidd full laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

tolvuguruKnús knús og góðar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband