Frábærir tónleikar

frett1Skrapp að heyra í Bubba í Bæjarbíói í kvöld. Þessi salur er einhvet magnaðasta fyrirbæri sem til er í Hafnarfirði og þó víða væri leitað. Sándið þarna er geggjað. Bubbi var í fantaformi, í bland við lög af væntanlegir plötu sem á að heita Fjórir naglar voru gamlir standartar í nýjum útsetningum og óvæntir konfektmolar það eru lög sem að öllu jöfnu eru ekki fastaliðir á tónleikum Bubba en dunka þó upp á nokkra ára fresti. Reyndar varð ég að mæta í fyrra fallinu því ég hafði tekið að mér að ná í Posa fyrir Palla umboðsmann og þegar ég mætti varð hann að skreppa frá og munstraði mig sem dyravörð í sinn stað. (já menn verða enn að vinna fyrir sér í þessari veröld og það gerði ég í kvöld, gaman af því) Já ef sumarið verði í líkingu við þessa tónleika þá segi ég bara eins og Morthens "Sumarið er tíminn" Gleðilegt sumar þið öll þarna úti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

oh hefði sko viljað vera á þessum tónleikum en var í fermingar veislu hjá frænda mínum og hans uppáhald er Bubbi svo hann lét Bubba hljóma alla veisluna og ég knúsaði nú frænda fyrir æðislegan tónlistarsmekk En verð að reyna að komast á eitthvað af hinum tónleikunum hjá honum!! Gleðilegt sumar

Brynja skordal, 25.4.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband