21.4.2008 | 16:32
Smásögur
Ég hef verið að fikta við að skrifa frá því ég var smá-gutti (sem ég er reyndar enn). En hvað um það þessi skrif mín hvort heldur eru ljóð eða smásögur eru nú flestar í geymslu hjá SORPU og líklega óafturkræfar. En einhverjar hafa neitað að yfirgefa heimilið og bíða þess oní skúffu að ég flyti næst svo þær geti gengið á fund bræðra og systra sinna. Þó hafa orðið þau slys stundum að ættingjar eða vinir hafa rekið augun í þetta og verið að hvetja mig til að gera eitthvað við þessar sögur eða prósa. Enn hef ég ekki séð hvað það ætti að vera. Þeim virðist líða ágætlega oní skúffunni.
En um daginn tók vinur minn loforð af mér um að ég skrifaði sögu og birti hana einhverstaðar. Með því að setja hana inn hér er ég að efna þetta loforð. Nú ætla ég að gera meira en það því mig langar endilega að fá komment á þetta. Þið mynduð sem sagt gera mér stóran greiða ef þið gæfuð ykkur tíma til lestrar 2ja síðan sögu og gæfuð mér álit ykkar á henni. Linkur á smásöguna er hér fyrir neðan
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.