Ballerína dagsins

Menn stíga dansa á flestum stigum þjóðlífsins þessa dagana. Hvort sem það er í viðskiptalífinu eða í pólitískum darraðardansi. T.d. hafa Ingibjörg og Geir varið að stíga dansa auðmanna um borð í einkaþotum undanfarið. Einhverjir sveitastjórnarmenn við drauma sína um olíuhreinsunarstöð og svo mætti lengi telja.

Engin kemst þó í hálfkvist við glæsileika þeirra sem tóku þátt í lokasýningu Ballettskóla Eddu Scheving í Borgarleikhúsinu í gær. Yngri dóttir mín Fríða Valdís sem ég gjarnan kalla "Lubba stubb" var þarna að sýna í fyrsta sinn. Spennan var mikil enda eldri systirin búin að sýna þarna tvö ár.

Frida-ValdisPabbi hennar var ekki alveg með nennuna að mæta eftir að hafa verið vakandi í nær sólarhring. En varð náttúrlega að láta sig hafa það. Og mikið rosalega vildi ég eiga mynd af þeirri gleði sem skein úr augum hennar í gærkveldi þegar hún var lögst á koddann og ég var að bjóða henni góða nótt og sagði henni að mér hefði þótt hún langflottasta ballerínan á sviðinu. Hún hefi verið æðisleg. Þessi stóru augu hennar hreinlega geisluðu af þakklæti og gleði eitt andartak og stoltið var í hæstu hæðum.  Það eru þessi augnablik þegar maður sér gleðina og stoltið í augum barna sinna sem verða hátindar þess að vera foreldri.
Hún tók svo utan um hálsinn á pabba sínum og sagði við mig um leið "Já, Pabbi, Ég gerði líka alveg eins vel og ég gat, ég vandaði mig svakalega mikið" og svo var unga balletdama sofnuð.

Mikið væri það nú gaman ef pólitíkusarnir og viðskiptajöfrarnir, spákaupmennirnir og hinir kaupmennirnir gætu í lok dagsins í dag sagt eins og dóttir mín í gærkvöldi "Ég gerði alveg eins vel og ég gat, Ég vandaði mig svakalega mikið" Gleði og stolt skyni úr augum þeirra og við hin fylltumst stolti af verkum þeirra. En líklegra er þó að þeir stari aðeins í eigin buddu og hvísla milli samanbitinna tanna sinna MEIRA MEIRA MEIRA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj krúttið. Tek undir með þér, ef kallarnir sem réðu gætu nokkurntímann sagt þetta og meint það. Það gerist bara örugglega aldrei !

Ragnheiður , 16.4.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Hæhæ elsku Bárður minn ,ég mátti til með að kvitta undir hjá þér og kasta á þig kveðjuég er dóttir Stínu Linnet Ástarkveðjur Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðjur til mömmu þinnar frá mér,ég held að hún muni örugglega eftir mér

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Linda - Já örugglega man hún eftir þér, því það er ekki langt síðan hún var að minnast á mömmu þína.

Bárður Örn Bárðarson, 17.4.2008 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband