13.4.2008 | 14:20
Hún á afmæli í dag...
Svona til að upplýsa ykkur og í beinu framhaldi af síðustu nótt þá gekk mikið betur í nótt. Hélt út til að verða sjö. Kom þá heim og eftir einn öl sofnaði ég eins og engill.....
En vaknaði með hausverk og allt á fullu hjá konunni og tengdó við að undirbúa 7 ára afmæli dótturinnar. Já Edda Sólveig er 7. ára og það telst víst ákaflega merkilegur afmælisdagur. Því ég átti spjall við dótturina um daginn vegna afmælisdagsins og þegar hún hafði skrifað upp þá sem áttu að koma í veisluna og mér fannst eitthvað fáir á gestalistanum t.d. bara tvær stelpur úr skólanum, sagði hún sjö ára afmæli vera svo merkilegt að hún ætlaði bara að bjóða þeim sem henni þætti vænt um og væru líka skemmtilegir. Ég sagði henni að þá fengi hún bara færri afmælisgjafir. - Svarið var að það gerði ekkert til hana vantaði ekkert. Hún ætti allt sem henni langaði í. Hún ætlaði bara að fá skemmtilegt fólk í afmælið. Leiðinlegt fólk kæmi örugglega ekkert með flott dót. Það væri betra að eiga skemmtilegan afmælisdag en ljótt dót.
Ég er alveg 100% sammála dótturinni með þetta. Verð því að drífa mig fram og reyna að vera svolítið skemmtilegur svo mér verði ekki vísað úr veislunni. Nema maður hafi bara komist inn á væntumþykjunni, hver veit, tel mig alla veganna vera í klíkunni.
EDDA SÓLVEIG TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN frá PABBA
Athugasemdir
Þessi stelpa er yndisleg og alveg með hlutina á hreinu...hehehe
Ragnheiður , 13.4.2008 kl. 14:25
7 ár??? Hvern fjandann varð um tímann???
Hlynur Jón Michelsen, 14.4.2008 kl. 04:20
Til hamingju með dótturina.
Hlynur Jón Michelsen, 14.4.2008 kl. 04:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.