12.4.2008 | 18:03
Góða kvöldið HVAÐ!
Þessi helgi er ekki að gera sig í mínu lífi. Ofan á brjósklos mitt sem ég kæri mig þó ekkert um að eiga virðist ég kominn með einhverja andskotans kvefbest. Líklega ástargjöf frá yngri dóttir minni sem er búin að liggja í nærri viku, en er orðin ofurhress. Var orðin svo að farast af brjósklosi síðustu nótt að ég hunskaðist heim um 3 leitið (á miðri vakt). Það er í mínum huga engum greiði gerður með að hanga úti í leigubíl þegar skapið er orðið þannig að þegar farþegi bíður góða kvöldið hummar maður ef ekki bara kvæsir til baka á viðkomandi Já Góða kvöldið, en finnst sjálfum kvöldið ömurlegt. Góða kvöldið HVAÐ! Hvað í helv... er svona gott við þetta kvöld þegar maður er að farast í bakinu og kálfinn er eins og maður hafi verið laminn með lurkum. Svo kemur einhver blindfullur kjúklingur og lætur sér detta í hug að bjóða manni GÓÐA kvöldið, eins og það sé eitthvað gott við það þegar maður er að drepast af brjósklosi. En eins og alltaf þá kemur maður heim, fúll og fúlastur út í sjálfan sig fyrir að halda ekki út vaktina og sest svo við tölvuna. Eins og stóllinn minn fyrir framan hana sé eitthvað skárri en bílsætið, "Déskollans ræfildómur í manni alla tíð" hugsaði ég á meðan tölvan var að keyra sig upp og komst að þeirri niðurstöðu þar væru þó eignir farþegar að bjóða manni GÓÐA kvöldið. En um leið og ég opnaði tölvuna dettur ekki fullur félagi minn inn í spjallið og hvað var það fyrsta sem hann segir, jú nema hvað: "GÓÐA KVÖLDIÐ". Af hverju í skollanum getur fólk ekki fundið upp á að heilsa á einhvern annan hátt en með Góða kvöldið þó ekki væri nema af tillitsemi við þá sem eiga ekki gott kvöld. Við sem eru alltaf að tala um að málið sé svo ríkt að orðum. Svo dettur ekki nokkrum lifandi manni í hug að heilsa á annan hátt en með Góða kvöldið. Tillögur óskast hér með að nýrri og fjölbreyttari orðum sem nota má í þessu tilfelli. Ég ætla að reyna að leggja mig og athuga hvort ég vakna ekki upp í betra ástandi, ástandi sem þolir GÓÐA kvöldið fram undir morgun.
Athugasemdir
Ó gó...........nei úpps...Hæ !
Ragnheiður , 12.4.2008 kl. 18:06
Ætli ég segi ekki bara HÆ í kvöld
Bárður Örn Bárðarson, 12.4.2008 kl. 18:17
Grumpy old man...
Hlynur Jón Michelsen, 14.4.2008 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.