3.3.2024 | 17:55
Alice 1975
Árið 2021 skrifaði ég nokkra pistla um einstakar plötur sem höfðu haft áhrif á líf mitt og tengdi þær þeim stunum sem þær komu inn. Ég hélt þetta út frá janúar fram í ágúst. En ákvað þá að láta staðar numið að sinni. (minnir mig, alla vega finn ég ekki fleiri í tölvunni)
Nú lagar mig að bæta aðeins við þetta, einum eða tveimur pistlum.
Ef ég spyrði einhvern hvort hann vissi eitthvað um Vincent Damon Furnier gæti ég trúað að margi myndum hvá við. OK en ef ég segi Alice Cooper, Já hann já já ég veit hver það er.
Mig langar að byrja á Alice Cooper En það var platan Billion Dollar Babies.(1973) sem opnaði dyrnar fyrst. Stundin sem ég sá umslagið fyrst var líka eitt fyrsta sinn sem mér var hótað líkamsmeiðinum og eitt frárra skipta sem ég hörfaði hræddur frá.
Kannski var það bara í stíl við þennan listamann því óneitanlega vakti Cooper ugg og ótta hjá æði mörgum sem sáu þennan málaða rokkara láta öllum illum látum á sviðinu.
Álftamýrinni um miðjan áttunda áratuginn. Ég og Pési og Skafti erum heima hjá þeim síðast nefnda.
Kiddi Cooper eldri bróðir Skafta er ekki heim og tækifærið er notað til að laumast inn í herbergi þeirra bræðra og setja plötu á fóninn. Ég er að flétta gegnum myndarlegt safn platna Kidda sem átti allt það sem Alice Cooper hafði látið frá sér fara (enda Kiddi fengið viðurnefnið Kiddi Cooper meðal okkar krakkanna).
Þetta er líklega snemma árs ´75. Ég staðnæmdist við grænt umslag Vá segi ég þetta fannst mér eitt ljótasta plötuumslag sem ég hafði séð. Ég skoðaði umslagið ekkert sérstaklega nema þennan græna lit og fatta svo að dauft mynstrið í græna litnum er eins og slönguskinn og lítil barnsmyndin já Vá þetta var örugglega ungbarnamynd af djöflinum, bæti ég við.
Það sem ég vissi ekki að þarna hélt ég á plötu sem átti algerlega eftir að heilla mig rétt viku síðar.
Ég hét enn á plötunni í hendinni þegar hurðinni er hrundið upp og Kiddi er mættur á svæðið með orðunum Hvern fjandann haldið þið að þið séuð að gera hér inni. Hann lítur á mig Settu þetta frá þér og það afar varlega nema þú viljir að ég berji þig núna Sjái ég svo mikið sem fingrafar á plötunni minni eftir þig ertu dauður. Ég hlýddi umorðalaus enda vissi ég að hann var vel fær um a fylgja orðum sínum eftir með barsmíðarnar. Fáir voru harðar í slagsmálum í hverfinu ef nokkur.
Já það skal bara sagt eins og er að Kiddi var í guðatölu meðal krakkanna í hverfinu þegar að slagsmálum kom. Mig langað bara ferlega að heyra hana segði ég í von um að blíðka Kidda
ÚT Á STUNDINNI geltir hann á okkur. Þetta er allt of góður gripur fyrir aumingja ÚT. Við hlýddum
Öll svona andartök í lífi mínu þar sem ég hef orðið að láta í minni pokann fyrir einhverjum sitja alltaf í mér og gera líklega svo lengi sem ég lifi.
Ég vissi að ég næði nú líklega aldrei að berja Kidda og ekki fengi ég uppreisn æru þar og sem einskonar hefnd fór ég nokkrum dögum síðar niður í Fálkann sem þá var með plötusölu á Suðurlandsbrautinni og í þá daga gastu hlustað á plötur í plötuverslunum og bað um að fá að heyra þessa plötu með Alice Cooper. Hún var ekki til í búðinni en svo undarlega vildi til að afgreiðslumaðurinn var með eigið eintak í poka bak við búðarborðið. Ég man ég borgaði honum eitthvað smávegis fyrir að hlusta á plötuna hans. Mér fannst ég líka hafa náð fram hálfum hefndum. og Vá þessi plata var hreint ekki svo slæm.
Nokkrum vikum síðar vorum við strákarnir að labba milli apóteka að kaupa spritt til að eima í geymslunni heima hjá mér þegar Kiddi vildi slást í hópinn. Hann tók yfir öxlina á mér að sagði ljúflega Komdu heim eitthvert kvöldið og ég skal leyfa þér að heyra Grænu plötuna hans Alice.
Ég sagði að það væri óþarfi ég væri búinn að heyra hana en ég væri samt alveg til í að heyra lagið No more Mr Nice Guy aftur. Já geggjað lag sagði Kiddi ánægður með að Alice Cooper hafi náð mér.
Ég tengi enn Alice Cooper við Kidda vin minn úr Álftamýrinni. Enda báður fínir náungar þessir bræður Aice og Kiddi Cooper
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.