Bókhneigði glæpamaðurinn ég

bloggmynd1Stundum leitar hugurinn í æskuminningarnar og maður rifjar upp hetjurnar sem heilluðu mann fyrst Kannski var pabbi fyrsta hetjan í lífi mín. Allavega sagði mamma mér að hann hefði orðið að skríða framhjá vöggunni því ef ég sá hann orgaði ég og heimtaði að fara til hans. En eins og ungra barna er háttur óx það af mér og frekar fljótt.  Við tóku æskuhetjurnar sem ég held enn uppá rétt eins og Pabba sé út í það farið. Dýrlingurinn í sjónvarpinu sem horft var á heima hjá Siggu Sól eins og hún var kölluð meðal okkar krakkana. Með bíóferðunum kom Zorro og var líklega fyrstur á þeim vettvangi. Um sama leiti kom Tarzan líka til sögunnar. Við erum þá ekki að tala um einhvern Zorro eða einhvern Tarzan.  við erum að tala um ákveðna Zorro mynd og ákveðinn Tarzan.  Þessar hetjur voru á hvíta tjaldinu, Myndirnar sýnir í Austurbæjarbíói á sjöunda áratugnum.

  
Upp úr 10 ára aldri tóku svo bækurnar að tikka inn og þá byrjaði söfnunareðlið að koma í ljós og gott betur. Frank og Jói, Ævintýrabækurnar, Dulafullubækurnar, Fimmbækurnar, svo eitthvað sé nefnt. Minnir 11 ára þegar fyrsta Bob Moran bókin var opnuð og var eins og kjaftshögg Ég varð að eignast þær allar. Ég var einn vetur hafður á Skólaheimilinu á Tjarnargötunni. Valli hét strákur sem var þar líka og var snillingur af Guð náð við að stela. Hann var svo flinkur að enn í dag dáist ég af hugkvæmni hans við þessa vondu iðju. Ég borgaði honum fyrir að stela Bob Moran bókum eða öllu heldur keypti ég þær af honum,  líklega ódýrt en þó miklir peningar í okkar augum í þá daga.  Til að fjármagna þessar þjófaferðir Valla í Mál og Menningu og Eimundson stálum við vinirnir vindlum og sígarettum úr ráðherrabústaðnum við Tjarnargötuna. Þar voru haldnar veislur annan hvorn fimmtudag að mig minnir. Við völsuðum þá inn og það kjaftaði á mér hver tuska og hálf fullir þingmenn og ráðherrar höfðu gaman að þessum frakka strák sem hafði skoðanir á allt og öllu en á meðan laumuðu Hjörtur og fleiri félagar mínir sígarettum og vindlum úr boxum sem voru þar á öllum borðum í vasa sína og innan á skyrturnar. Svo var þetta selt í spilabúllu sem hét Rósin og var við Aðalstrætið. Það var ekki nóg með að Valli næði í þessa bókaröð fyrir mig heldur einnig fyrir Hjört sem þarna var með okkur á skólaheimilinu. Valli vinur minn safnaði líka lyklum. Veit ekki til hvers en það bar vel í veiði þegar ég ásamt Hirti brutum okkur leið inn í brunarústirnar í Glaumbæ og ég fann stóran kassa með lyklum og drasli Ég fékk átta Bob Moran bækur fyrir gossið Já bækurnar urðu 28 og Valli náði 27 bókum fyrir mig. Ég vældi síðustu bókina í jólagjöf frá Mömmu. Síðar bættust við safnið Tarzanbækur, Gustur, Lazzy, Síðar kom svo Alester McClane , Hammond Inners, Desmond Bagley og óteljandi aðrir höfundar. Þá var ég farinn að fá þær á öllu heiðarlegri hátt og var fastagestur í fornbókabúðum á Skólavörðustígnum, Hverfisgötunni, Laufásveginum og fleiri stöðum.

Ég var kominn vel yfir tvítugt þegar ég var að flytja og búið að taka allt úr bílnum nema 30 bókakassa með barna og unglingabókum ásamt spennubókunum. Ég horfði á staflann leit á bílstjórann og sagði „Nenni þessu ekki Þú mátt eiga þetta“. Hann þáði það með þökkum og gaf mér ríflegan afslátt af bílferðinni. Líklega fengið einhvern smáaura fyrir þetta hjá einhverjum fornbókasalanum.

Löngu síðar hefði ég gjarnan viljað eiga þetta. þó sumt af því hafi verið illa fengið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Til skýringar voru sígarettu og vindlabox á borðum

Bárður Örn Bárðarson, 4.11.2018 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband