Hvað stjórnar okkur og hverju stjórnum við?

Öll list er tilfinningatengd. Þetta er stór fullyrðing. Ég veit ekkert hvort hún er rétt eða ekki.

Ástæða þess að ég fleygi þessu fram er að um daginn var statt hjá mér fólk þar sem farið var að þrasa og pexa um dægurtónlist (rokk, popp og allt það) Þar sem annar aðilinn spilaði lag með Íslenskum flytjenda á símann sinn og benti á að þetta væri nú með því besta í henni veröld. En sá erlendi sagði einfaldlega „kommon þetta er ekki vel sungið, þetta er ekki einu sinni gott lag. Málið er að þú er tilfinningabundin laginu það höfðar til tilfinninga þinn og þú ert því ekki dómbær á gæði lagsins, Tilfinningar þínar hafa ekkert  með gæði lagsins að gera“.

 

Þetta vakti mig til umhugsunar um hvað er gott og vont lag. Ég hef reyndar ávalt verið mótfallinn því að tala um góða eða vonda list. Hallast meira að því að tala um skemmtilegt eða leiðinlegt lag. Hvað er fallegt málverk og hvað ekki, Hvað sé innihaldsríkt ljóð og hvað ekki. Hvort sagan er skemmtileg eða áhugaverð eða ekki. Meðan einn við lesa vel skrifaða bók, spáir annar minna í stílinn og vill að hún sé meira spennandi, sá þriðji að hún sé fræðandi og svo framvegis. m.ö.o. Við viljum tilfinningatengjast listinni og gerum það.

Og við göngum lengra en það oft á tíðum

Við tilfinningatengjum okkur jafnvel flytjandanum eða listamanninum sjálfum.

 Ég fór í kjölfarið að velta því fyrir mér hvort mér þættu öll lög með t.d. David Bowie eða Bubba Morthens góð ef ég vissi ekkert hver flytjandi laganna væri. -

Ég efast um það - Hver veit.  Tilfinningin segir mér að svo væri nú ekki. Hvað ræður því að mér finnst eitt lag betra en annað og við erum ekki öll sammála um það? Því get ég ekki bara ákveðið hvaða lag mér finnst skemmtilegt og hvað mér finnst leiðinlegt.
eða hvaða mynd mér finnst góð og höfði til mín og hvað ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband