28.4.2017 | 17:43
VÆLL
Er lægri virðisauki á gistinu ferðamanna eitthvað annað en dulbúinn ríkisstyrkur fyrir eigendur gistihúsa og hótela og aðra þá sem selja slíkar gistingar. Sem síðan fá fulla endurgreiðslu á öllum virðisauka þegar kemur að viðhaldi og aðföngum. Minnir að fréttir hafi borið að sum gistihús væru að fá meira út úr VSK kerfinu en þau skili þar inn.
Ég ætla að leyfa mér að hafa þá skoðun að ég er á móti slíkum ríkisstyrkjum Svo meira ákveðnir hótelhaldarar fara í fýlu mín vegna.
Það er sama hvaða gjöld ríkið ætlar að setja á ferðamenn. Ferðaþjónustan byrjar að væla, emja og öskra á sömu mínútunni. Þrátt fyrir að þeir viðurkennir að innviðirnir taki ekki við þeim fjölda sem hingað kemur. Græðgin í kringum ferðamenn hér er orðinn meira en ógeðfeldur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.