Meira út óútgefnu handriti - sýnishorn úr handriti.

Kaupmaðurinn á horninu (Bubbi Morthens & Rúnar Júlíusson)
*G.C.D. (1991) *Minningartónleikar um Karl J Sighvatsson (1992)
*06.06.06 (2006)

Bubbi: Rúnar Júlíusson var dásamlegur maður og góður vinur minn. Einhvertímann þá lét ég hann fá lag og sagði: Rúnar ég held að þetta sé gott lag til að setja á plötu. Hann svona bara Já, já einmitt. Svo leið einhver tími, töluverður tími. Svo fórum við að gera plötu saman og þá mundi ég eftir þessu lagi og spurði Rúnar hvar er lagið sem ég lét þig fá hérna um árið. Já það, það er ofan í skúffu. – Ofan í skúffu? – Já svaraði Rúni. Getur þú ekki náð í það bara. Og hann kom með það. Og ég sagði: Þetta er geggjað lag maður. Við verðum að taka þetta upp. Við erum bara á því að þetta er æðislegt lag og það er líka alveg slatti af fólki sem finnst þetta æðislegt lag. En gaurinn sem lagið fjallar um finnst þetta ekki gott lag. Sagði Bubbi á Þorláksmessu 2011.

Bubbi: Já það er saga að segja frá því. Sko ég var búinn að gera Kaupmanninn á horninu og ég hugsaði Þetta er lag fyrir Rúnar Júlíusson Þetta er áður en samstarfið hefst. Ég hitti Rúnar. Af því að Óttar Felix og ég erum vinir. Og ég lét hann fá kassettu með þessu lagi og ég sagði Rúni þetta lag er fyrir þig taktu þetta upp. Svo þegar ég kom til Keflavíkur þá segi ég við Rúnar. Rúnar manstu ég lét þig fá lag í fyrra. Já segir hann. Gerðir þú aldrei neitt við það?. - Nei. -Hvar er það?. - Það er hérna ofan í skúffu. Hann tekur það upp. Og ég byrja að spila á gítarinn og hann er með svona acoustick bassa og hann byrjar svona dinn, dú dú dú dúmmm. Og ég segi þetta er svona Stonesfíl. sagði Bubbi um þetta lag og samstarfið við Rúnar Júl. í þættinum Harmageddon 21 maí 2015.

Þeir félagar ásamt samstarfsmönnum tóku lagið upp í Grjótnámunni í maí 1991. Tónleikaútgáfu fengum við frá fyrstu minningartónleikunum um Kalla Sighvats 4. júlí 1991 í Borgarleikhúsinu. Þar tók sveitin þrjú lög en aðeins tvö voru þó valin á plötuna. Lagið var tekið í Höllinni 06.06.06.

Eitt verður að teljast nokkuð dularfullt hvað vinsældir lagsins varðar því þrátt fyrir að fá spilun sást lagið aldrei á birtum vinsældalistum DV á þessum tíma en þegar árið var gert upp var lagið sett þar í 2. sæti fyrir vinsælustu lög ársins. Já margt skrítið í kýrhausum vinsældarlista þessa lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband