Úr óútgefnu handriti um lög og plötur Bubba

Þessa daganna sit ég sveittur við að berja saman einskonar handriti um lög og plötur Bubba. Sum lögin eiga sér stærri sögur en önnur. Kannski verður þetta eitthvað kannski ekki. Enn er ég að byggja þetta á gögnum sem ég á en vonandi fæ é einhvern daginn Bubba til smá aðstoðar.  nær 2 tímar og 2 kaffibollar fóru í þetta lag í morgun

 

Ísbjarnarblús (Bubbi)
*Vísnakvöld (1980) * Ísbjarnarblús (1980)
*Blús fyrir Rikka (1986) *Ég er (1991)
*Utangarðsmenn (1994) *Gleðileg jól (2005)
*Lögin mín (2006) *06.06.06 (2006)
*Bubbi og Stórsveitin (2008)

Bubbi: Ísbjarnarblús var sá fyrsti sem ég lauk við og var ánægður með, hugmyndin að honum var ódýr. Ég hafði verið að lesa Bílaborgina eftir Arthur Hailey þar sem hann lýsir negrum sem skrúfa bolta í bíla við færibönd í verksmiðjum. Þessa hugmynd flutt ég í Ísbjörninn þar sem ég var að vinna við færiband, gerði negrana hans Haileys að stúlkum og strákum sem eru að gera að fiski“.... Bubbi í bókinni Bubbi (1990)

Ísbjarnarblús; móðir allra laga sem síðar komu. Fyrsta lagið sem gefið var út með manninum, titillag fyrstu sólóplötunnar. Lag sem hefur verið eins og skuggi skapar sínum alla tíð frá því það var samið og mun að öllum líkindum lifa manninn og okkur hin líka. Lagið hefur fengið að hljóma á ótal plötum, í ótal útgáfum. Hér eru útgáfunnar í tímaröð og hvenær upptaka er gerð.:

Vísnakvöld – tekið upp á Hótel Borg 20. nóvember 1979
Ísbjarnarblús – tekið upp i Tóntækni í ársbyrjun 1980
Blús fyrir Rikka- tekið upp á Hótel Borg 1. maí 1986
Ég er – tekið upp 11. nóvember 1990
Utangarðsmenn – tekið upp í maí 1981
Gleðileg jól tekið upp á einkatónleikum 2005
Lögin mín – tekið upp í Stúdíó Sýrlandi vorið 2006
06.06.06 – Tekið upp í Laugardalshöll 6, Júní 2006
Bubbi og Stórsveitin tekið upp í janúarbyrjun 2008

Undur og stórmerki gerðust rúmum 27. árum eftir að lagið kom fyrst út náði það inn á vinsældalista. Í ársbyrjun 2008 náði lagið 3. sæti á lagalistanum þar sem lagið sat í 3. vikur á topp 10. Lagið náði einnig 5. sætinu á Netlistanum sat í 5 vikur á topp 10 þar. Já Sum lög þurfa bara sinn aðlögunartíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband