18.3.2016 | 21:47
Til umhugsunar
2008 ritaði 94 ára gamall maður sonasyni sínum þetta bréf:
Þegar þú fæddist þá var spítalinn sem þú fæddist á niðurgreiddur af mér
Þegar nú fórst í leikskóla var hann niðurgreiddur af mér
þegar þú fórst í barnaskóla var hann niðurgreiddur af mér
þegar þú fórst í framhaldsskóla þá var hann niðurgreiddur af mér
Þegar þú veikist og fórst á spítalann þá er hann niðurgreiddur af mér
þegar þú stundaðir íþróttir eða aðrar tómstundir sem ungur drengur var það niðurgreitt af mér
Þegar þú fórst á bókasafnið þá var það niðurgreitt af mér
Þegar þú fórst í leikhúsið með foreldrum þínum og sást Dýrin í Hálsaskógi var það niðurgreitt af mér.
Aldrei hef ég á fæðingardeild komið, fæddist heima í Smákoti á Ströndum
Aldrei fór ég í leikskóla, egnir slíkir til í þá tíð
Aldrei gekk ég í skóla nema eina önn í sveitinni sem taldi 15 stundir og þreytti þar próf til stafs
Aldrei fékk ég að æfa með neinu íþróttafélagi því í sveitinni var ærin vinna alla daga
Aðeins einu sinni hef ég farið á spítala og það var til að sitja dánarstund ömmu þinnar.
Í leikhús eða kvikmyndsal hef ég aldrei komið, Fátt um slíka staði á Ströndum.
Nú hefur þú ákveðið að Guð sé ekki til og því myndað þér skoðun á því hvernig mín veröld á að vera. og ég spyr:
Því villtu þú nú taka af mér kirkjuna mína þar sem ég fer í hverri viku og vona og bið þess að þér gangi vel og þú dafnir þar sem ég hef fjárfest í þér. Hvað hef ég gert svo illt að þú viljir taka af mér kirkjuna mín og gera prestinn minn atvinnulausan. Taka burt gleði kórsins að fá að syngja við messuhaldið
Taka af börnunum í sveitinni minni sunnudagaskólann. Taka af okkur þá sáluhjálp sem presturinn okkar veitir.
Með von um að þú eftirlátir mér síðustu ár mín að ég fái að eiga trú og stund í kirkjunni minni
AFI
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.